22.10.2007 | 07:29
Af hverju mismunandi reglur?
Hvað veldur því að mismunandi reglur eru fyrir íslenska og erlenda ríkisborgara? Ætti ekki að vera um sambærilegar reglur að ræða? Er ekki einfaldast að fólk sem eigi ættir að reka til erlends lands í síðustu 2-3 ættliði geti notast við millinafn eða kenninafn sem er gjaldgengt í því landi. Með því skiptir engu máli hver ríkisborgararéttur viðkomandi er. Það er uppruninn sem skiptir máli.
![]() |
Mismunandi nafnareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2007 | 11:48
Verður brugðist við?
Gaman verður að sjá hver viðbrögð alþjóðasamfélagsins verða? Eða er bara í lagi að gagnrýna Búrma fyrir að ráðast gegn munkum en ekki Kína?
Merkilegt hvað munkar virðast vera orðnir mikið skotmark hjá þessum einræðisstjórnum í þessum tveimur ríkjum. Í Tíbet virðast þeir bara hafa verið að fagna og í stað þess að leyfa þeim að fagna í smástund þá er lögreglu sigað á þá. Í stað smá fagnaðarláta verður fréttin um að kínversk stjórnvöld geta ekki leyft nokkrum munkum að fagna. Í Búrma hófu munkar að mótmæla gífurlegri hækkun á verði á eldsneyti og í stað þess að semja við munkana, þá ákvað stjórnin að senda lögreglu og her á þá. Mætti halda að það væri ekki heil brú í þeim sem fara með völd í þessum löndum.
Allt kemur þetta manni ekki á óvart, en nú verður gaman að sjá hvað alþjóðasamfélagið gerir. Mun t.d. okkar utanríkisráðherra gagnrýna Kína opinberlega eða er hún of hrædd við að gagnrýna stórveldið? Hvað með ESB? Verður umræða um refsiaðgerðir eða mun alþjóðasamfélagið bara segja við Kína "skamm, skamm - ekki gera þetta aftur" og svo ekkert meira.
![]() |
Átök milli lögreglu og munka í Tíbet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 10:01
Undarleg og ófagleg fréttamennska
Oft er alveg ótrúlegt að lesa fréttir í íslenskum blöðum, sérstaklega um glæpi, slagsmál og fleira í þeim dúr. Tekið er fram þegar innflytjendur hafa komið með einhverjum hætti að málinu. Ég man ekki að tekið hafi verið fram þegar glæpurinn hafi verið framinn t.d. af Íslendingi gegn innflytjanda og/eða útlendingum. Eða þegar t.d. Hafnfirðingur lemur Reykvíking. Hver er tilgangurinn með svona fréttamennsku? Skiptir það máli þegar fjallað er um slagsmál niðri í bæ að útlendingur hafi tekið þátt í slagsmálunum? Er kannski í þeim tilvikum verið að segja að útlendingar séu verri en Íslendingar? Eða á fréttin kannski að vera að Íslendingar séu að ráðast á útlendinga? Ef að aðeins sé verið að taka fram hvaðan slagsmálahundarnir eru þá er um að gera að tekið sé fram hvaðan Íslendingarnir voru eða hvað?
Fréttaflutningur sem þessi ýtir undir fordóma sem eins og aðrir fordómar eru byggðir á fáfræði. Það er til skammar að við gerum svotil ekkert gegn þeim heimsku Íslendingum sem gera líf þeirra útlendinga sem flust hafa til landsins á undanförnum árum til að vinna þau störf sem Íslendingar vilja annað hvort ekki vinna eða að við erum einfaldlega ekki nógu mörg til að manna þau störf sem eru í boði. Hvað þætti fólki um ef að t.d. við Íslendingarnir sem búum erlendis myndum mæta samskonar fordómum eða mismunun fyrir það eitt að vera Íslendingar. Eitthvað myndi þá heyrast í Íslendingum og íslenskum stjórnvöldum. Á sama tíma er svotil ekkert gert til að sporna við fordómum heima á fróni.
Er ekki kominn tími á að hafa kennslu á öllum stigum skólakerfisins (frá leikskóla og uppúr) í mannréttindum og í umburðarlyndi?
![]() |
Vaxandi fordómar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 08:47
Orð að sönnu
Gaman að sjá að Tony Blair taki svo sterkt og skýrt til orða, enda er þörf á að halda því á lofti hvað Íranstjórn er að reyna og hefur verið að reyna árum saman. Hún vill fyrst og fremst breiða út byltinguna, sem er í raun ósköp eðlilegt. Svipað gerðu Sovétmenn víða um heim. Íran er þó nokkuð hættulegra þar sem þeir hafa það sem skýra stefnu að styðja við öfl sem vilja eyða ákveðnu fullvalda ríki. Þeir eru að vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eru að ýta undir óstöðugleika í löndunum í kringum sig. Að vísu í Írak er það eiginlega of einfalt enda þurfa þeir ósköp lítið að gera þar sem klúður Bandaríkjamanna og þeirra bandamanna er af þeirri stærðargráðu.
Íran er að ýta undir fasíska hugmyndafræði og ólíkt kommunum þá byggir hugmyndafræði Írans á að draga úr réttindum fólks. Að færa fólk margar aldir aftur í tímann. A.m.k. í gömlu austurblokkinni höfðu t.d. konur talsverð réttindi sem þær hafa oft á tíðum misst eftir að löndin urðu frjáls undan oki kommúnismans. Kommúnisminn var slæmur en eins og allt með nokkrar - þó að vísu mjög fáar - góðar aukaverkanir. Ég get ekki séð að Íslamisminn hafi nokkrar góðar aukaverkanir a.m.k. fyrir venjulegt fólk.
Við þurfum að standa vörð um það frelsi sem við höfum aflað okkur á mörgum öldum, og að standa með hófsömum öflum - sérstaklega í múslimaríkjum - sem vilja ýta undir a.m.k. lágmarksfrelsi borgaranna. Því miður eru þau öfl oftast of veik.
![]() |
Blair sakar Írana um að styðja hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2007 | 09:42
Gott hjá Katrínu
Það er gott til þess að vita að þingmenn séu á því að banna beri notkun á þvaglegg við sýnatöku í rannsókn á mögulegum afbrotum nema þá með úrskurði dómara. Að þingmenn úr báðum stjórnarflokkunum séu á þessari skoðun er uppörvandi og eykur líkurnar á góðri niðurstöðu úr vinnu nefndarinnar sem samgönguráðherra hefur sett á stofn. Það er best fyrir alla aðila að hafa skýrar línur í þessum málum og líklega eru lögreglumenn einna fegnastir enda ekki gott að hafa óvissu hvernig staðið skuli að rannsókn þegar kemur að grun um afbrot.
Ég held að þessi skilaboð frá Alþingi séu skýr og líka viðhorf almennings gagnvart þeim aðferðum sem beitt var í þvagleggsmálinu svokallaða. Ég geri því ráð fyrir að notkun þvagleggs við að ná í sýni verði a.m.k. verulega takmarkað og ekki sé hægt að notast við það úrræði nema með úrskurði dómara.
Alltaf gott að fá jákvæðar fréttir.
![]() |
Skýr skilaboð frá Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2007 | 08:21
Væri þá ekki líka ...
... fyrir Kína að hætta að skipta sér af málefnum annarra ríkja. Kína er nú ekki barnanna best í þessum málum og hafa í raun kúgað mörg ríki til að fara að sínum vilja. Er það annars ekki málefni hvers ríkis hverja þeir hitta á eigin landsvæði eða hvaða ríki þeir viðurkenna? Kína hefur kúgað heiminn til að formlega viðurkenna ekki Taiwan og að ákveðnir aðilar sjáist ekki þegar leiðtogar Kína eru á ferð - sbr. Falun gong.
Það er flott hjá Bush að heiðra Dalai Lama enda er mikilvægt að því sé haldið á lofti að Tíbet á að vera frjálst og var annars ekki innrásin og innlimun landsins í Kína, ólögleg skv. alþjóðalögum?
![]() |
Kínverjar gagnrýna Bandaríkin harðlega fyrir að verðlauna Dalai Lama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 08:57
Já það var ekki
Sannleikurinn kemur alltaf í ljós á endanum. Með þessari viðurkenningu Sýrlendinga er varla hægt að halda annað en að þeir séu að hefja undirbúning að þróun kjarnorkuvopna. Af hverju hefði annars verið svona mikið mál að viðurkenna hvaða starfsemi átti að fara fram í byggingunni sem Ísraelar gerðu árás á. Sú staða sem er að koma upp á svæðinu með eitt ríki með kjarnorkuvopn og tvö önnur virðast vinna að gerð þeirra, þá er staðan orðin mun hættulegri en áður og nógu slæm var hún. Hvaða ríki munu fara næst á stað - Egyptar eða Sádar? Ef að við endum með 5 ríki með kjarnorkuvopn þá yrðu líkur á staðbundnu kjarnorkustríði í mið-austurlöndum líklega það mikil að kalda stríðið milli USA (og bandamanna) og Sovétsins (og bandamanna) léttvægt í samanburði.
Ekki er það áhugaverð framtíðarsýn, ef að innan einhverra ára munum við sjá þessa stöðu í þessum heimshluta.
![]() |
Staðfest að loftárás hafi beinst gegn kjarnorkurannsóknarstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 08:38
Er hann að vonast eftir miklu hlutverki?
Ætli Gore sé að vonast eftir að vera í mikilvægri stöðu í næstu stjórn í USA? En það er góð ákvörðun fyrir hann að fara ekki í Forsetaframboð enda yrði slæmt fyrir hann að tapa í forkosningunum. Ég veit ekki til þess að hann hafi almennan stuðning í samanburði við aðra frambjóðendur.
Hafði kannski einhver talað hann til?
![]() |
Al Gore útilokar forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 07:34
Eins og venjulega ...
... þá kunna einræðisstjórnir varla aðrar leiðir en að handtaka fólk og brjóta niður með ofbeldi friðsamleg mótmæli. Þeir átta sig ekki á því að með þessum aðgerðum sem allir íbúar í Búrma vita örugglega af, þá ýta þeir undir frekari reiði í garð stjórnarinnar sem getur komið þeim illa til lengri tíma litið. Ef að þeir hefðu hugsað málið í gegn þá hefðu þeir líklega getað í byrjun samið við munkana og mótmælinu hefðu ekki magnast eins og þau gerðu. Þeir hefðu með því komið vel út úr málinu og verið þeir sem innleiddu breytingar, en í stað þá eru þeir í dag í þeirri stöðu að allar breytingar í lýðræðis og frelsisátt eru klárlega þar sem þeir eru að gefa undan. En við hverju á maður að búast þar sem einræðisstjórnir virðast oftast ekki kunna að semja við sitt fólk og geta bara farið gegn eigin fólki með ofbeldi.
Alþjóðasamfélagið verður að halda áfram að þrýsta á herforingjastjórnina og er kannski ekki kominn tími til að setja ferðabann á leiðtoga stjórnarinnar?
![]() |
Stjórnvöld í Búrma halda áfram að elta uppi mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 10:08
Var þetta ekki framboð Frjálslyndra og óháðra?
Ef að ég man rétt þá var F-listinn í síðustu borgarstjórnarkosningum listi Frjálslyndra og óháðra. Ef þetta er rétt munað og ég held að það hafi komið fram í umræðu undanfarinna daga, hvernig geta þá talsmenn Frjálslynda flokksins verið að kvarta? Hafa ekki líka fleiri af þeim sem voru efst á F-listanum í borgarstjórnarkosningunum sem hafa sagt skilið við Frjálslynda flokkinn eða jafnvel aldrei verið þar?
Ég man heldur ekki eftir að talsmenn Frjálslynda flokksins hafi gert athugasemdir við að Margrét væri ennþá fyrsti varamaður fyrir F-listann í borgarstjórn eftir að hún yfirgaf flokkinn. Vonandi leiðréttir mig einhver ef ég fer rangt með.
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 908
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar