Kominn tími á aðgerðir samkeppnisyfirvalda

Samkeppni á matvörumarkaði heima á fróni hefur í of langan tíma verið meira í orði en á borði. Einn aðili hefur í raun stjórnað markaðnum. Þeir hafa getað séð til þess að enginn geti boðið lægra verð en þeir og verið svo stórir að meginatriði fyrir marga framleiðendur hefur verið að halda viðskiptum við Bónusveldið í gegnum Haga.  Þetta er þó einungis partur af vandamálinu þar sem beinar aðgerðir ráðandi fyrirtækis er ekki stærsta meinið. Þegar eitt fyrirtæki er ráðandi á markaði eru margir aðilar sem gera ýmislegt sem þeir halda að stóra fyrirtækið vill hvort sem að það er rétt eða ekki. Með óbeinum áhrifum sínum drepur hið ráðandi fyrirtæki alla mögulega samkeppni sem ekki er innan viðráðanlegra marka. Mikilvægt er þó fyrir fyrirtækið að hafa nokkra smáa aðila á markaðnum svo að hægt sé að benda á hina og þessa sem dæmi um samkeppni og að yfirvöld þurfi ekki að gera neitt enda samkeppni mikil. Ef stjórnvöld og sérstaklega samkeppnisyfirvöld sjá ekki í gengum þetta og átti sig á því að aðgerða er þörf til að raunveruleg samkeppni sé til staðar, þá eru neytendur í vanda. En þetta hefur einmitt átt sér stað á undanförnum árum. Þó er varla hægt að sakast mikið við þá sem hafa starfað að þessum málum enda verið mikill þrýstingur frá stjórnmálamönnum að ekkert skuli aðhafast gagnvart umræddu fyrirtæki, og spuninn í fjölmiðlum gerði eigendur fyrirtækisins að píslarvottum vegna þess að yfirvöld voguðu sér að draga þá fyrir dómstóla vegna rökstudds gruns um brot á lögum. En nú er staðan önnur ... vonandi.

Nú er kominn tími til að því að samkeppnisyfirvöld taki af skarið og skipti upp Bónusveldinu a.m.k. varðandi matvörumarkaðinn.  Aðstæður eru betri og fáir myndu í dag telja að bónusfeðgarnir væru fórnarlamb hatursherferðar geng þeim eftir allann þann skaða sem þeir hafa valdið íslenskum almenningi á undanliðnum árum ... eða hvað?


mbl.is Alvarlegt fyrir nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki neytandinn besta eftirlitið í samkeppni .  Ef neytandinn verslar þar sem er hagstæðast þá neyðast kaupmenn til að lækka vöruna og þó sva að Hagar séu með sterka stöðu þá er þó aðrir aðilar sem ættu að geta veitt þeim alvöru samkeppni.  Síðan er furðulegt að á sama tíma og fólk er farið að krefjast uppspitar á fyrirtækjum vegna þess að þau séu of stór þá virtist engin hafa áhyggjur af fyrirhugaðri stækkun sveitarfélaga og lífeyrirsjóða

sæmundur 14.10.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Daði Einarsson

Yfirleitt er það rétt að neytandinn ætti að vera besta eftirlitið. En hvernig getur verið eðlileg samkeppni ef einn af samkeppnisaðilunum er jafnframt sá heildsali sem þú þarft að kaupa vörur af til að bjóða í þinni verslun. Varla er það eðlilegt samkeppnisumhverfi?

Daði Einarsson, 14.10.2009 kl. 13:57

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Allt er þetta afleiðing af þeirri undarlegu hugmyndafræði sem skaut upp kollinum á Íslandi; að stórt sé betra !

Það er stórkostlega undarlegt þegar það er ódýrara fyrir sjoppueigendur að fara í Bónus að versla kók, heldur en að fara beint til Vífilfells, svo dæmi séu tekin.  Neitendur virka ekki sem eftirlit þar sem brotið er á samkeppnisreglum.

En að lokum vil ég benda á að ég er einn af fáum sem hafa lýst yfir áhyggjum af sameiningu sveitarfélaga og tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga.  Og þar hef ég einmitt miklar áhyggjur af því að sveitarfélög verði hlutfallslega of stór á vinnumarkaði.

Sigurður Jón Hreinsson, 14.10.2009 kl. 14:09

4 Smámynd: Brattur

Það er óeðlilegt að einn aðili skuli hafa 55-60% markaðshlutdeild... það er m.a. bannað með lögum á hinum norðurlöndunum og á Englandi...

Bendi á Kastljós á RUV sl. sunnudag þar sem þetta er útskýrt á mjög góðan hátt.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472537/2009/10/11/

Brattur, 14.10.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband