25.10.2007 | 07:41
Svona starf þarf maður
Þetta hlýtur að vera besta starf sem maður getur fengið. Einn fundur á viku og 300 þúsund í mánaðarlaun. Hvað er meðalfundurinn langur? Ef gert væri ráð fyrir að fundur væri að meðaltali 2 tímar og að tvöfaldan þann tíma þurfti til undirbúnings á eru þessi laun fyrir 6 tíma vinnu á viku, minna en einn vinnudag. Jafnvel þó meðalfundurinn væri 4 tímar þá er vikuvinnan í mesta lagi 12 tímar á meðan venjulegt fólk vinnur 40 tíma eða meira fyrir lægri laun en þetta. Miðað við 12 tíma á viku þá er tímakaupið hátt í 6 þúsund krónur eða um 70000 á viku. Eru þetta ekki oft sömu stjórnmálamenn og sífellt tala um bág kjör þeirra sem lægri hafa launin, og stunda svo sjálftöku á opinberu fé sem þessa.
Hvar er siðferði þessara stjórnmálamanna eða er það bara í nösunum á þeim?
![]() |
Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 16:25
Og hvaða máli skiptir það?
Með fullri virðingu Kalla biskup og Þjóðkirkjunni, þá skiptir þeirra álit frekar litlu. Varla getur hin svokallaða forvarnarstefna þeirra verið trúverðug með allt messuvínið sem hellt er upp í fólk á hverju ári, sérstaklega fermingarbörn. Eða er það ekki svo? Auk þess veit ég ekki til að skortur á aðgengi að áfengi stoppi þá sem þurfa á hjálp að halda vegna ofdrykkju. Hefur t.d. áfengisneysla aukist svo mikið síðan ÁTVR hætti að hafa takmarkaðan opnunartíma og erfitt aðgengi. Í dag er aðgengið gott. Búðirnar eru víða og opnar vel og lengi, a.m.k. miðað við hvernig það var fyrir áratug eða svo, og ágætis úrval - þ.e. á íslenskan mælikvarða. Svo er haldið úti vefsíðu sem gefur ráðleggingar um hvernig vín með hvernig mat, o.fl.
Hefur haftastefnan virkað? Hefur dregið úr áfengisdrykkju eða sjúkdómum tengdum neyslu á áfengi? Varla mætti halda það miðað við hvað þeir SÁÁ menn segja. Frekar að ástandið sé að versna eða kannski eru þeir alltaf með dómdagsspár til að fá meiri peninga frá ríkinu. Það eina sem getur virkað eru öflugar forvarnir. Forvarnir sem eru raunsæjar en ekki bara á móti allri drykkju. Mun betra er að hvetja til hófdrykkju en ekki þessari endalausu ofdrykkja, þ.e. að drekka sig fullan þegar viðkomandi fær sér áfengi. Gott mál að fá sér vínglas með mat en verra ef að farið er að drekka nokkrar flöskur.
En hvaða rök ætli Þjóðkirkjumenn muni nota? Varla geta þeir notast við Biblíuna þar sem ef ég man rétt þá breytti sjálfur frelsarinn vatni í vín.
![]() |
Léttvínsfrumvarp gengur þvert á forvarnastarf þjóðkirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 08:50
Þrýstingur eykst á PKK
Það er ánægjulegt að sjá þann þrýsting sem lagður hefur verið á PKK - Verkamannaflokkur Kúrda - á undanförnum dögum og hve þrýstingurinn virðist vera að aukast. Nú síðast með að Forseti sjálfstjórnarhéraðs Kúrda hvetur þá til að leggja niður vopn. Kúrdar í norðurhluta Íraks búa við mun betri aðstæður heldur en flestir landar þeirra þar sem tiltölulega friðsælt hefur verið þar. Ef að PKK hættir að standa í árásum á Tyrki þá má ljóst vera að uppbygging á svæðinu getur gengið upp og bætt hag íbúa svæðisins.
PKK hefur staðið í árásum á Tyrkland í um 2 áratugi og hefur það engu skilað. Ekki eru meiri líkur á að Kúrdar geti fengið að ráða eigin málum og eini árangur af árásum PKK hefur verið að meiri líkur eru á að Tyrkir geri innrás í norður-Írak. Nýtt ríki á þessum slóðum mun varla vera stofnað nema Írak brotni upp í nokkur minni ríki. Varla er það mjög líklegt.
![]() |
Forseti Kúrda í Írak vill að PKK leggi niður vopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 15:43
Samningur ríkis og kirkju - er þetta eðlilegt?
Ég hef nú yfirleitt ekki velt því mikið fyrir mér hvernig þessum umræddu samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 1997 og nánari útfærslu 1998 er háttað. Oft er bent á þennan samning og jafnvel sem dæmi um að þrátt fyrir greiðslur úr ríkissjóði til Þjóðkirkjunnar sé þegar búið að aðskilja ríki og kirkju. A.m.k. halda sumir því fram.
Að mestu leyti er þetta samningur eins og hver annar nema að það virðist ekki vera neitt ákvæði um hvernig aðilar geti rift samningnum eða hver er gildistími samningsins. Eina sem ég gat í fljótheitum fundið um gildistíma að 15 árum eftir að samningurinn er gerður er hægt að endurskoða þá grein samkomulagsins sem fjallar um á hvaða grundvelli ríkið greiðir fyrir þ.e. laun hve margra presta o.s.frv. Varla getur þá verið um samkomulag við sjálfstæðan aðila að ræða. Frekar virðist að sem aðilar séu sammála um að Þjóðkirkjan haldi áfram að vera stofnun á vegum ríkisins þó með meira sjálfstæði heldur en aðrar stofnanir og forsendur rekstrarins eru fastsettar. Hvernig er það getur samningur milli sjálfstæðra aðila verið með engum gildistíma og engum ákvæðum um uppsögn samnings? Ég er hér úti í Lúx með leigusamning sem er til ákveðins tíma sem framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn að loknum gildistíma. Skýrar reglur gilda um hvernig báðir aðilar geta sagt upp samningi. Sambærileg ákvæði virðast ekki vera í þessum samningi milli íslenska ríkisins og hinnar hálfopinberu stofnunar, Þjóðkirkjunnar.
Stóra spurningin er kannski, hvernig getur Alþingi með staðfestingu á þessum samningi gefið í raun út skuldbindingu á hendi ríkisins til Þjóðkirkjunnar með engum endi, án þess að um opinbera stofnun er að ræða? Sama fyrirkomulag gildir ekki einu sinni um opinberar stofnanir þar sem fjárheimildir þeirra eru endurskoðaðar á hverju ári og oft er skorið niður. Er ekki kominn tími á að taka þetta samkomulag til endurskoðunar og í stað endalausrar skuldbindingar komi til lokauppgjörs eða eitthvað álíka. Varla getur það verið eðlilegt að í landi sem á að gilda trúfrelsi að ríkið skuldbindi sig til að greiða laun starfsmanna eins trúfélags.
Svo er kannski út af umræðu um hjónaband samkynhneigðra stóra málið fyrir Þjóðkirkjuna að ef hún er stofnun sem virðist af þessu samkomulagi, fellur hún þá ekki undir sambærileg réttindi og skyldur og hver önnur stofnun? Getur hún þá hafnað að veita öllum borgurum sömu þjónustu?
23.10.2007 | 15:13
Hvað karlinn getur rausað
Stundum er alveg furðulegt hvað Bush getur rausað um hættur hingað og þangað. Trúverðugleiki hans er ekki mjög mikill sérstaklega eftir allt sem gekk á í tengslum við Íraksstríðið. Halda menn virkilega að Íran sé að stefna á að skjóta langdrægum flaugum á Evrópu eða Norður-Ameríku? Árás á Bandaríkin eða önnur bandalagsríki myndi að öllum líkindum valda tíföldu magni af kjarnorkusprengjum til baka. Ógnin af mögulegum kjarnorkuvopnum Írana er ekki - að mínu mati - fyrir Evrópu eða í raun nokkur svæði utan miðausturlanda. Ógnin er hver áhrif á stöðugleika á svæðinu.
Ógn vegna kjarnorkuvopna fyrir Evrópu og Norður-Ameríku kemur frá nákvæmlega sama stað og áður þ.e. frá Rússum. Hvort sem sú ógn er mikil er annað mál. En eitt er víst að Rússar hafa verið að gera sig meira gildandi og hafa verið að minna á að þeir séu stórveldi - a.m.k. að eigin mati. Þróun mála í Rússlandi sýna hve mikilvægt er að öll ríki heims hafi trúverðugar varnir. Á tiltölulega stuttum tíma hafa Rússar verið að gera sig meira gildandi og að nokkru leyti komnir í gamla Sovétgírinn. Að vísu er búnaður þeirra ekki mjög burðugur til stóraðgerða en viljinn til að vera mikið herveldi er fyrir hendi.
![]() |
Bush segir liggja á að koma upp eldflaugavarnakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 14:07
Brown góður
Gaman að sjá Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands taka svo ákveðið á málum. Skilaboðin sem hann sendir eru skýr og ákveðin. Hann ítrekar að ekki sé líðandi að Íranar þrói kjarnorkuvopn og núverandi aðgerðir eru ekki að virka nógu vel. Frekari aðgerða er því þörf og alþjóðasamfélagið verður að vera tilbúið að gera það sem þarf til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopn, sérstaklega til landa sem vinna að eyðingu annars ríkis - þ.e. Ísraelsríkis - eins og stjórnvöld í Íran hafa gert um margra ára skeið.
Til viðbótar við þá ógn sem Ísrael stæði mögulega af kjarnorkuvopnum Írana þá myndi það líklega koma af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi þar sem mörg önnur ríki á svæðinu myndu telja nauðsynlegt að gera slíkt hið sama. Gera má ráð fyrir að ríki eins og Sádi Arabía, Egyptar og Sýrlendingar myndu fljótlega hefja þróun kjarnorkuvopna. Best er ef að ekkert þessara ríkja hafi kjarnorkuvopn.
![]() |
Bretar krefjast frekari aðgerða gegn Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 08:15
Nú er kominn vetur í Lúx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 08:09
Gott að vilji er fyrir hendi
Í gegnum fréttir af Írak endurspeglast oft vandi mála í miðausturlöndum og í raun á stórum hluta þeirra svæða sem hafa áður verið undir nýlenduveldunum og öðrum heimsveldum. Kúrdar hafa endað í þremur ríkjum og landamæri á svæðinu öllu eru nokkuð skrítin. Mikið um löng þráðbein landamæri sem varla getur verið eðlilegt - er eins og menn hafi notað reglustiku. Mikið af vandamálum á þeim svæðum sem landamæri hafa verið dregin með þessum hætti hafa átt í vandræðum á síðustu áratugum. En vandamál Kúrda er í raun svipað og t.d. Baska á Spáni og í Frakklandi og finna má dæmi víðar. Til viðbótar við slæm landamæri í miðausturlöndum eru svo einræðisstjórnir sem eru oft hræðilegar t.d. Íran, Sádi Arabía, Sýrland, og áður Írak. Svo eru erfiðleikar víða um svæðið sem er oft tengt trúarbrögðum. Í Palestínu virðist allt loga í óöld, í Líbanon er jafnvel hætta á annarri borgarastyrjöld, Írak er í upplausn, og restin virðist meira og minna vera undir hörðum einræðisstjórnum þ.e. fyrir utan Ísrael sem er bæði lýðræðisríki og mjög stöðugt. Þeir haga sér þó oft eins og reiður krakki - hefna fyrir árásir á landið í stað þess að ráðast að þeim sem réðust á landið. Erfitt er að vera bjartsýnn þegar ástandið er svona - a.m.k. eins og ég sé það - en þó vonar maður í lengstu lög að ástandið fari að batna og hægt verði að byggja upp frið.
Átök milli Tyrkneska hersins og skæruliða Kúrda eru reglulegar fréttir. Nú virðast Tyrkir hafa fengið nóg og eru reiðubúnir að ráðast inn í Írak til að elta skæruliðana uppi. Spenna á svæðinu hefur farið vaxandi og líkurnar á innrás eru nokkuð miklar. Aftur á móti eru það jákvæðar fréttir að Tyrkir vilja í lengstu lög leysa málið á diplómatískan hátt þ.e. með því að stjórnvöld í Írak leysi málið. En skilaboð Tyrkja er skýr og þeir eru tilbúnir að senda herlið yfir landamærin til að stöðva árásir skæruliða. Það er auðvelt að skilja afstöðu Tyrkja, enda er varla hægt að þola endalaust að árásir séu gerðar á landið án þess að tekið sé á málinu. En það er góðs viti að Tyrkir vilja komast hjá því að senda inn herinn en eitthvað þarf að gerast áður en þolinmæði Tyrkja þrýtur.
Oft er maður þakklátur fyrir að búa í Evrópu á þessum friðartímum í álfunni og að í raun aldrei þurfa að hafa áhyggjur að maður gæti lent í því að búa á svæði þar sem hernaðarátök geta farið fram.
![]() |
Tyrkir stefna að diplómatískri lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 15:09
Væri ekki best að aðskylja borgaralega og trúarlega giftingu?
Þjóðkirkjan hefur í langan tíma átt í nokkrum erfiðleikum með mál er varða hjónavígslu samkynhneigðra. Skoðanir um málið eru mjög skiptar og í raun er þrýstingur á Þjóðkirkjuna jafnvel of mikill ef litið er á hana sem trúfélag. En því miður fyrir Þjóðkirkjuna þá er hún ekki bara trúfélag heldur líka ríkisstofnun - a.m.k. óbeint. Hvað getur Þjóðkirkjan gert sem myndi auðvelda málið til muna og í raun leysa málið a.m.k. að stórum hluta. Tvö atriði koma helst upp í hugann:
Fyrst væri að aðskilja borgaralega og trúarlega giftingu. Í fjölmörgum löndum í Evrópu er það ekki á hendi trúfélaga að gifta fólk lögformlegri giftingu. Sú athöfn fer fram hjá borgaralegum yfirvöldum og er tákn um að hin lögformlega gifting er samfélagsleg stofnun en ekki trúarleg. Að lokinni borgaralegri giftingu fara þeir sem vilja í kirkjulega athöfn þar sem hjónabandið er blessað í samræmi við trú nýgifta parsins. Að gefa fólk saman er því tekið í raun frá kirkjunni og hlutverk kirkjunnar er að blessa hjónabandið í gegnum athöfn viðkomandi trúfélags. Ef þetta skipulag yrði tekið upp á Íslandi þá fengju samkynhneigðir í raun að ganga í hjónaband, án þess að Þjóðkirkjan myndi þurfa að gefa parið saman ef að Kirkjan telur sér trúarlega ekki stætt á því.
Næst væri að klára aðskilnað milli ríkis og kirkju, auðvitað með talsverðum aðlögunartíma. Þjóðkirkjan yrði því eins og hvert annað trúfélag, með réttindi og skyldur í samræmi við það. Hún ætti ekki yfir sér kröfur um að sem opinber stofnun, yrði hún að gera eitthvað ákveðið sem gæti jafnvel verið á mörkum þess sem leiðtogar kirkjunnar - prestar og leikmenn - væru tilbúnir að ganga í viðkomandi máli t.d. varðandi að gefa saman samkynhneigð pör.
Ég held að með þessum tveimur veigamiklu og mikilvægu breytingum væri hægt að koma öllum málum sem snúa að kirkjunni í betri farveg. Sérstaklega ef að fyrri tillagan yrði framkvæmd sem fyrst. Auk þess væri það taktískt fyrir Kirkjuna enda væri mun erfiðara fyrir samkynhneigða að fara fram á giftingu í kirkju ef að hin lögformlega gifting fer fram utan trúfélaga.
![]() |
Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 14:48
Margt er skrítið ... í bankahausnum
Stundum geta fastar reglur banka verið fyndnar. Ég tók lán hjá bankanum mínum hér úti í Lúx þegar ég keypti bílinn minn. Allt í góðu með það og lánið var til 18 mánaða svo að síðasta greiðsla af láninu átti að vera um síðustu mánaðarmót. Greiðslur á láninu voru fastsettar þannig að alltaf var tekin sama upphæðin af reikningnum hjá mér. Ég gerði ráð fyrir að við síðustu greiðslu þá yrði það sem eftir stæði greitt þó að vaxtaþróun eða eitthvað annað hefði aðeins breytt hver upphæðin var.
Ég fór því inn á heimabankann stuttu eftir mánaðarmótin enda alltaf gaman þegar lán eru uppgreidd og maður sér þau ekki lengur í heimabankanum. En svo var ekki. Af einhverjum ástæðum - líklega aðeins hærri vöxtum eða eitthvað álíka - þá stóðu eftir 15 cent. Þannig að um næstu mánaðarmót mun ég líklega borga þessi 15 cent og þar með verður það lægsta afborgun sem ég hef nokkru sinni innt af hendi.
Margt er skrítið í bankahausnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 908
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar