Undarleg og ófagleg fréttamennska

Oft er alveg ótrúlegt að lesa fréttir í íslenskum blöðum, sérstaklega um glæpi, slagsmál og fleira í þeim dúr. Tekið er fram þegar innflytjendur hafa komið með einhverjum hætti að málinu. Ég man ekki að tekið hafi verið fram þegar glæpurinn hafi verið framinn t.d. af Íslendingi gegn innflytjanda og/eða útlendingum. Eða þegar t.d. Hafnfirðingur lemur Reykvíking. Hver er tilgangurinn með svona fréttamennsku? Skiptir það máli þegar fjallað er um slagsmál niðri í bæ að útlendingur hafi tekið þátt í slagsmálunum? Er kannski í þeim tilvikum verið að segja að útlendingar séu verri en Íslendingar? Eða á fréttin kannski að vera að Íslendingar séu að ráðast á útlendinga? Ef að aðeins sé verið að taka fram hvaðan slagsmálahundarnir eru þá er um að gera að tekið sé fram hvaðan Íslendingarnir voru eða hvað?

Fréttaflutningur sem þessi ýtir undir fordóma sem eins og aðrir fordómar eru byggðir á fáfræði. Það er til skammar að við gerum svotil ekkert gegn þeim heimsku Íslendingum sem gera líf þeirra útlendinga sem flust hafa til landsins á undanförnum árum til að vinna þau störf sem Íslendingar vilja annað hvort ekki vinna eða að við erum einfaldlega ekki nógu mörg til að manna þau störf sem eru í boði. Hvað þætti fólki um ef að t.d. við Íslendingarnir sem búum erlendis myndum mæta samskonar fordómum eða mismunun fyrir það eitt að vera Íslendingar. Eitthvað myndi þá heyrast í Íslendingum og íslenskum stjórnvöldum. Á sama tíma er svotil ekkert gert til að sporna við fordómum heima á fróni.

Er ekki kominn tími á að hafa kennslu á öllum stigum skólakerfisins (frá leikskóla og uppúr) í mannréttindum og í umburðarlyndi?


mbl.is Vaxandi fordómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er ekkert gert neitt andskotans background tjekk á fólki sem kýs að flytja hingað? Ert þú kannski svona ofur-réttsýnn sem vilt leyfa öllum að koma hingað? Dæmdum morðingjum kannski líka? Eða barnaníðingum?

"Komið til Íslands, hér eru allir velkomnir til að fremja glæpi!" 

Þorsteinn 19.10.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Bara Steini

Snilldarpunktur og góð hugmynd. Það er alveg þörf á þessu.

Bara Steini, 19.10.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Daði Einarsson

Já og á þá ekki að tékka bakgrunn allra íslendinga sem flytja til annarra landa. Hefði þér fundist eðlilegt t.d. að ég hefði átt að fara í gegnum þannig feril áður en ég gat flutt vegna starfs míns til Lúxemborgar? Eða á þetta bara við þá sem koma t.d. frá fátækari hluta Evrópu og frá öðrum heimsálfum? Á þá ekki bara að loka landinu? Þyrfti að vísu úrsögn úr EES og líklega norrænu samstarfi en ef efnahagur landsins skiptir þig engu máli þá er það þitt mál. Gætirðu útskýrt fyrir mér af hverju við eigum að koma fram við útlendinga sem glæpamenn? 

Ég trúi á réttlæti og að lögum sé framfylgt á faglegan hátt. Miðað við núverandi reglur og alþjóðlegar skuldbindingar þá getum við ekki hagað okkur með þeim hætti sem þú leggur til. Fyrir utan að þá myndu önnur ríki líklega gera svipaða hluti við íslendinga sem flytja búferlum til annarra ríkja. 

Daði Einarsson, 20.10.2007 kl. 18:13

4 identicon

Ég er ekkert að tala um að koma fram við útlendinga eins og glæpamenn, heldur að koma fram við glæpamenn eins og glæpamenn. Mér hefði fundist fullkomlega eðlilegt að athuga bakgrunn þinn áður en þú myndir flytja út. Við eigum nóg með okkar eigin glæpamenn, við þurfum ekki að fara að flytja þá inn. Ég er ekkert á móti því að fólk setjist að á Íslandi, ég er á móti því að hvaða geðsjúklingur sem er getur komið og sest hér að. Ekki reyna að snúa útúr orðum mínum og reyna að klína því upp á mig að ég hati ALLA útlendinga. Mér finnst líka alltaf léleg rökin "Íslendingar fremja glæpi líka!" eins og það sé réttlæting á því að útlendingar fái að fremja glæpi líka.

 Finndist þér allt í lagi að dæmdur barnaníðingur eða morðingi fengi dvalarleyfi á Íslandi?

Þorsteinn 20.10.2007 kl. 21:18

5 Smámynd: Daði Einarsson

Þorsteinn nokkur atriði:

1. Þú vilt að frjálst flæði vinnuafls sé hindrað - andstætt einu af fjórfrelsunum í innri markaði ESB og þar með EES. Ertu til í að við segjum okkur úr EES með þeim efnahagslegu afleiðingum sem það hefur. Heldurðu virkilega að ESB muni sætta sig við að brotið sé gegn frjálsu flæði fólks frá svo mikið sem einu aðildarríki þeirra til Íslands?

2. Þú vilt að allir útlendingar séu tékkaðir þ.e. bakgrunnur þeirra. Hvað er það annað en að koma fram við þá sem glæpamenn sem þurfa að sanna eigið sakleysi. Hvað með t.d. fólk sem hefur verið dæmt fyrir brot á lögum í sínum heimalandi og tekið út sína refsingu - ætti að hindra þeirra för? Og þá hvaða glæpir ættu að hindra för útlendinga til Íslands? Hvað ef að einhver hefur ranglega verið sakaður um glæp?

3. Þú segir að yfirvöld í Lúx hefðu átt að tékka mig á sínum tíma, á hvaða forsendum ætti það að vera? Ættu þau líka að gera það ef t.d. einhver vill flytja frá Trier (rétt hinum megin við landamærin inn í Þýskaland) til Lúx?

4. Þú segist vera á móti því að glæpamenn geti sest að á Íslandi? Gott og vel, en hvernig ætlar þú að geta það án þess að brjóta íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands? 

5. Þér finnst lélegt að segja að íslendingar fremja glæpi líka. Gott og vel en er það ekki rétt? Ertu að segja að allir glæpir framdir á Íslandi séu framkvæmdir af útlendingum? Staðreyndin er sú að innan hvaða hóps sem er hefurðu rotin epli eða svarta sauði. Ef að lausn okkar er að setja tálmanir á ferðir viðkomandi af því að þeir gætu framið afbrot þá er virðing fyrir mannréttindum svotil horfin. 

Miðað við skrif þín þá get ég ekki ætlað annað en að þú hafir verulega fordóma gegn öllu sem er ekki íslenskt og teljir allt slæmt koma erlendis frá. Af hverju ættirðu annars að vilja koma fram við útlendinga sem glæpamenn - hvort sem þeir hafa gert eitthvað af sér eða ekki? Þér virðist vera sama um þær reglur sem eru t.d. innan EES og hversu vel það gagnast Íslendingum. Það hefur í raun verið opin vinnumarkaður milli Norðurlandanna í marga áratugi - var það ekki slæmt að bakgrunnur t.d. allra Svía sem hingað komu var ekki tékkaður? Eða er það bara þegar viðkomandi koma frá fátækari hluta Evrópu sem þetta verður vandamál eða hvað?

Daði Einarsson, 21.10.2007 kl. 11:12

6 identicon

Strámenn, strámenn, strámenn.

Ég veit ekki með þig en ég tel rétt fólks til þess að vera ekki nauðgað, rænt eða barið vera meiri en rétt þess glæpamanns sem myndi fremja þessa glæpi að setjast hér að. Ég hef aldrei sagt að það komi BARA slæmt fólk fólk frá útlöndum. Hvað finndist þér um að ef dæmdur barnaníðingur færi að vinna á leikskóla og myndi svo klína því framan í þig að það væri hans réttur að vinna hvar sem er?

Númer 1: Ég er ekki mjög mikið inn í stjórnmálum, þannig ég bara get ekki svarað þessu. :) 

Númer 2: Hvernig er verið að koma fram við fólk eins og glæpamenn ef maður ætlast til þess að það hegði sér og fari eftir lögum okkar? Það er ekki rasismi að ætlast til að útlendingar fari eftir lögum landsins. Ég sótti um vinnu fyrir svolitlu síðan og var látinn skila inn sakavottorði þar sem ég yrði mjög mikið inni á heimilum fólks, ég sé bara ekkert að því. Þér finndist kannski í lagi að innbrotsþjófur myndi fá svoleiðis vinnu.

Númer 3: Að kanna hvort þú SÉRT glæpamaður eða ekki, hvað í ósköpunum getur verið rangt við það?

Númer 4: Nei ég er ekki að segja að allir glæpir á Íslandi séu framdir af útlendingum. Þú segir að innan hvaða hóps sé að finna rotin epli eða svarta sauði sem er alveg hárrétt, er þá ekki málið að reyna að sía þá út og losa sig við þá?

Númer 5: Jú það er rétt að íslendingar fremja glæpi líka, hef aldrei haldið öðru fram. Mér finnst hinsvegar lélegt að nota það til að réttlæta glæpi annarra eins og það sé í lagi að útlendingar fremji glæpi bara af því íslendingar geri það.

Tvær vinkonur mínar voru á gangi þegar blindfullir pólverjar á bíl byrjuðu að hrópa á þær og reyndu svo að keyra þær niður á bílnum, enduðu inn í garð og keyrðu á fánastöng. Veittust svo að lögregluþjónunum sem komu að. <kaldhæðni> En þeir mega auðvitað gera hvað sem þeir vilja, þeir eru útlendingar og það er rasismi að ætlast til að þeir hegði sér.< /kaldhæðni > Þeir voru líka sendir úr landi af því vinnuveitandinn vildi ekki sjá svona fólk, þannig á að gera þetta.

Hvers vegna finnst þér að það eigi að tipla á tánum og fara silkihönskum um innflytjendur sem brjóta alvarlega af sér?

Þorsteinn 21.10.2007 kl. 11:58

7 Smámynd: Daði Einarsson

Það á ekki að taka létt á afbrotum og skiptir engu máli hvaðan viðkomandi er hvort sem er frá Hafnarfirði, Prag, Búkarest eða hvaðan sem viðkomandi kæmi. Ef þú brýtur lög þá er tekið á því - sömu reglur sama meðferð fyrir íslendinga og útlendinga.

Málið snýst hins vegar ekki um það. Málið snýst um hvort að erlendur ríkisborgari þurfi að sýna fram á að vera ekki glæpamaður til að geta sest að í landinu. Það er óeðlilegt enda er þá verið að gera ráð fyrir að viðkomandi sé glæpamaður nema annað komi í ljós. Annað mál er ef að viðkomandi hefur gerst brotlegur við íslensk lög eða er eftirlýstur fyrir glæpi í heimalandinu af interpol eða svipuðum stofnunum. Svo er þá líka fyrir hvaða glæpi ætti að meina mönnum að setjast að í landinu og líka hvað með þá sem hafa tekið út sína refsingu fyrir afbrot sitt. Á að halda áfram að refsa þeim.

Ég held ekki að þú sért rasisti - enda er það fordómar gegn öðrum kynþáttum - en ég tel aftur á móti að þú hafir fordóma gagnvart útlendingum einfaldlega af því að þeir eru útlendingar.

Það má vel vera að ákveðnir vinnuveitendur fari fram á, vegna eðli viðkomandi starfs, að umsækjandi leggi fram sakarvottorð. Það er gott mál ef að málefnalegar ástæður eru fyrir því og að íslenskir og erlendir umsækjendur þurfa að gera það sama. En þá er ekki verið að tala um heimild til að fá að setjast að í landinu.

Daði Einarsson, 22.10.2007 kl. 07:48

8 identicon

Sæll.

Ég segi enn og aftur ég hef ENGA fordóma gagnvart útlendingum, bara bara stendur ekki á sama að hver sem er fær að koma og flytja við hliðina á mér. Ég finn ekki lengur fyrir öryggi í mínu eigin landi. Í þrígang hefur verið reynt að ganga í skrokk á mér, allir voru það útlendingar. Eflaust hefði verið hægt hefði verið að koma í veg fyrir það með einfaldri &#39;SELECT&#39; skipun í gagnagrunn áður en þeir kæmu til landsins.

En þú eflaust telur rétt glæpamanna til að setjast hér að meiri heldur en t.d. rétt systur minnar til að ganga um örugg og þurfa ekki að óttast nauðgun.

Þorsteinn 22.10.2007 kl. 16:30

9 Smámynd: Daði Einarsson

Réttur glæpamanna verður ALDREI meiri en réttur þeirra sem virða lögin. Ef einstaklingar brjóta íslensk lög eða eru eftirlýstir af yfirvöldum í eigin heimalandi þá á auðvitað að taka hart á því. Á sama tíma verðum við að virða réttindi þeirra sem grunaðir eru um glæp, enda skiptir miklu máli að standa rétt að málum.

Ef ég þekki rétt til mála þá á við vegabréfaeftirlit að tékka hvort að viðkomandi er eftirlýstur og svo geta yfirvöld á Íslandi auðvitað athugað í gagnagrunni Interpol ef viðkomandi er eftirlýstur og þá tekið með viðeigandi hætti á málunum. Þá væri viðkomandi aldrei að sanna að hann/hún sé ekki glæpamaður.

Stóra spurningin er kannski hvort ætti að meina einstaklingi að setjast að á Íslandi ef hann/hún hefur þegar tekið út refsingu sína fyrir viðkomandi brot. Það væri að mínu mati ómálefnaleg afstaða sem varla stæðist lög, enda óþarfi að refsa sama einstaklingi oft fyrir sama brot.

Varðandi öryggi, þá bý ég í Lúx þar sem varla er þverfótað fyrir útlendingum (ég þar á meðal) og sjaldan hef ég verið í öruggari borg.

Daði Einarsson, 22.10.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband