Færsluflokkur: Menntun og skóli

Er ekki kominn tími til?

Gott er að vita til þess að ýtt er á að framfylgja lögum í landinu þegar kemur að hlutverki eins trúfélags í skólum landsins. Varla er eðlilegt að trúboð fari fram í skólum sem börn landsins verða að sækja. Að fermingarfræðsla eða ferðir fari fram á skólatíma á auðvitað ekki að þekkjast. Í samfélagi sem tekur skýrt fram í stjórnarskrá, lögum og sáttmálum sem hafa verið undirritaðir að öll trúarbrögð séu jafnrétthá, þá getur ekki verið eðlilegt að einu sé hyglað meira en öðru. Að vísu segir líka í stjórnarskránni að ríkið skuli styðja við Þjóðkirkjuna, en menn hafa varla verið að hugsa um að kirkjan gæti haft svo greiðan aðgang að börnunum.

Best er fyrir alla aðila að hafa skýran aðskilnað milli skóla og kirkju, enda verður að hafa í huga að í skólum landsins eru börn með mismunandi trúarbrögð sem tilheyra jafnvel mismunandi trúfélögum innan sömu trúar s.s. kaþólskir, mótmælendur, o.fl. 


mbl.is Áfram deilt um Krist í kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 657

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband