Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.10.2007 | 07:42
Betra væri ef þeir hættu þessu alveg
Það eru ánægjulegar fréttir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komið í veg fyrir að maður var tekinn af lífi í Mississippi í gærkvöldi. En því miður er hér bara um frestun að ræða á meðan Rétturinn tekur til meðferðar mál um hvort að aftaka með eitri sé grimm og ómannúðleg refsing þ.e. vegna þjáningarfulls dauðdaga.
Þó að vissulega sé gott að komið hafi verið í veg fyrir að þessi aftaka væri framkvæmd í gærkvöldi, þá væri betra ef að Bandaríkjamenn kæmu sér inn í nútímann og hættu villimannalegum refsingum. Refsingum sem byggja á auga fyrir auga tönn fyrir tönn hugsun. Kannski er ekki við góðu að búast við af þjóð sem er eins trúuð og kaninn.
![]() |
Hæstiréttur aftraði dauðarefsingu á síðustu stundu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2007 | 14:45
Frumbyggjar Norðurlanda?
Hvaða fólk er það? Þ.e. fyrir utan Sama? Varla er maðurinn að tala um frumbyggja á öðrum stöðum eða hvað? Getur verið að hann sé að segja að við sem getum rakið ættir okkar margar aldir aftur í tímann séu frumbyggjar?
En að loftlagsbreytingum, þá er nokkuð furðulegt hvað pólitískur rétttrúnaður um loftlagsbreytingar af manna völdum á upp á pallborðið hjá sumum. Er virkilega þörf á einhverjum aðgerðum? Eru loftlagsbreytingar meiri nú en á öðrum tímum í veðurfarssögunni? Hvað með langtímasveiflur t.d. þá sem hófst í kringum 1400 á Íslandi (og auðvitað víðar)? Er ekki frekar um að ræða að í mesta lagi hafi mengun valdið meiri öfgum í veðri og jafnvel ýkt náttúrulegar sveiflur? Eru mótvægisaðgerðir líklegar til að skila árangri? Er kostnaðurinn við allar aðgerðir réttlætanlegar miðað við kostnað ef ekkert er gert?
Afsakið allar spurningarnar en ég er með margar enda finnst mér of margt óljóst í þessum málum. En hvað sem öllu líður þá er mengun slæm, ekki vegna loftlagsbreytinga, heldur vegna áhrifa mengunar á heilsu okkar. Gaman væri ef að menn einbeittu sér meira að því en dómdagsspám.
![]() |
Frumbyggjar Norðurlanda taki þátt í umhverfisumræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2007 | 08:12
Er ekki í lagi með menn?
Er semsagt ástæða fyrir að kæra ríkið fyrir samkeppnisbrot að þeir hafa ekki keypt hugbúnað af þér og hanna sinn eigin hugbúnað í staðinn? Hvort að það sé hagkvæmara fyrir ríkið að standa í stórkostlegri þróun á hugbúnaði í þeim stofnunum sem nota hugbúnaðinn eða ekki er annað mál. Getur kannski verið að í þeim tilvikum sé einfaldlega hagkvæmara vegna sérþarfa að sjá um hönnun og viðhald á þeim hugbúnaði sem þörf er á í stofnunum sjálfum?
Oft getur verið auðveldara fyrir stofnanir að hanna hugbúnað vegna sérþarfa og ódýrara heldur en að kaupa hugbúnað sem leggja þarf í mikinn kostnað til að aðlaga að þörfum og/eða starfsaðferðum á viðkomandi stofnun. Ríkið kaupir mjög mikið af hugbúnaði af bæði innlendum og erlendum aðilum. Oft hefur ríkið haft slæma reynslu af hugbúnaði sem hefur verið keyptur og svo lítið gagnast í raunverulegu starfi viðkomandi starfsmanna.
Að íhuga að stefna ríkinu á því sem virðist vera fúlheit með að ná ekki að selja eigin hugbúnað er furðuleg hugmynd. Ég vona þeirra vegna að fréttin sé byggð á misskilningi en að menn séu ekki í alvöru að hugsa um að gera þetta.
![]() |
Hugbúnaðarráðuneyti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 08:37
Fær ekki einu sinni Kanada að vera í friði?
Yfirgangur Bush og félaga er með ólíkindum. Nú heldur útþenslustefna þeirra áfram og Kanada fær nú að verða fyrir barðinu á þeim.
Merkilegast við þessa frétt er þó að þeir neita að leiðrétta myndbandið. Auðvitað gera menn mistök einstöku sinnum og þá er bara að laga hlutina. Ef þörf er á biðjast menn bara afsökunar og málið er úr sögunni. En í staðinn þá á ekki að breyta myndbandinu og varla verða Kanadamenn ánægðir með það.
![]() |
Bandaríkjamenn innlima frægasta foss í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 09:34
Jákvætt?
Er það jákvætt að Aung San Suu Kyi hafi farið á fund með ráðherra herstjórnarinnar í Búrma? Er herforingjastjórnin að sýnast gagnvart alþjóðasamfélaginu? Enn sem komið er, þá er óljóst hvað býr að baki. Það er þó jákvætt að sýnt hafi verið frá fundinum í ríkissjónvarpinu í Búrma. Í raun eru tveir megin möguleikar sem mér dettur í hug og mjög ólíkir.
1. Herforingjastjórnin er að gera tilraun til að létta þrýstingi af sér og reyna að sýna að þeir séu tilbúnir til sátta. Þeir munu því í raun ekki láta neitt eftir að sýnum völdum en gæti verið tilbúnir að láta undir minniháttar kröfum. Engin ætlun að gera neitt frekar, nema þeir neyðist til og bara gera nógu mikið til þess að alþjóðasamfélagið dragi sig aðeins til baka eða að samstaða alþjóðasamfélagsins bresti. Kosningar yrðu þá líklega boðaðar en sett upp með þeim hætti að útkoma kosninga myndi ekki ógna of mikið þeirra völdum.
2. Herforingjastjórnin er að leita að leið út úr vandanum og að láta af völdum á eins virðulegan hátt og mögulegt er. Hluti af því væri að þeir fengju sakaruppgjöf og einhver skilgreind heiðurshlutverk. Þeir þyrftu þá að finna leið til að þróun í átt að lýðræði sýni að einhverju leyti þeirra frumkvæði.
Mikilvægast í þessu máli, óháð því sem herforingjastjórnin er til í að gera - er að alþjóðasamfélagið haldi áfram að þrýsta á herforingjastjórnina til að láta af völdum og koma á lýðræðislegri stjórn í landinu. Jafnframt að vera tilbúin að styðja nýja stjórn í uppbyggingu á efnahag landsins.
![]() |
Aung San Suu Kyi fundaði með fulltrúa herstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 07:41
Svona starf þarf maður
Þetta hlýtur að vera besta starf sem maður getur fengið. Einn fundur á viku og 300 þúsund í mánaðarlaun. Hvað er meðalfundurinn langur? Ef gert væri ráð fyrir að fundur væri að meðaltali 2 tímar og að tvöfaldan þann tíma þurfti til undirbúnings á eru þessi laun fyrir 6 tíma vinnu á viku, minna en einn vinnudag. Jafnvel þó meðalfundurinn væri 4 tímar þá er vikuvinnan í mesta lagi 12 tímar á meðan venjulegt fólk vinnur 40 tíma eða meira fyrir lægri laun en þetta. Miðað við 12 tíma á viku þá er tímakaupið hátt í 6 þúsund krónur eða um 70000 á viku. Eru þetta ekki oft sömu stjórnmálamenn og sífellt tala um bág kjör þeirra sem lægri hafa launin, og stunda svo sjálftöku á opinberu fé sem þessa.
Hvar er siðferði þessara stjórnmálamanna eða er það bara í nösunum á þeim?
![]() |
Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 16:25
Og hvaða máli skiptir það?
Með fullri virðingu Kalla biskup og Þjóðkirkjunni, þá skiptir þeirra álit frekar litlu. Varla getur hin svokallaða forvarnarstefna þeirra verið trúverðug með allt messuvínið sem hellt er upp í fólk á hverju ári, sérstaklega fermingarbörn. Eða er það ekki svo? Auk þess veit ég ekki til að skortur á aðgengi að áfengi stoppi þá sem þurfa á hjálp að halda vegna ofdrykkju. Hefur t.d. áfengisneysla aukist svo mikið síðan ÁTVR hætti að hafa takmarkaðan opnunartíma og erfitt aðgengi. Í dag er aðgengið gott. Búðirnar eru víða og opnar vel og lengi, a.m.k. miðað við hvernig það var fyrir áratug eða svo, og ágætis úrval - þ.e. á íslenskan mælikvarða. Svo er haldið úti vefsíðu sem gefur ráðleggingar um hvernig vín með hvernig mat, o.fl.
Hefur haftastefnan virkað? Hefur dregið úr áfengisdrykkju eða sjúkdómum tengdum neyslu á áfengi? Varla mætti halda það miðað við hvað þeir SÁÁ menn segja. Frekar að ástandið sé að versna eða kannski eru þeir alltaf með dómdagsspár til að fá meiri peninga frá ríkinu. Það eina sem getur virkað eru öflugar forvarnir. Forvarnir sem eru raunsæjar en ekki bara á móti allri drykkju. Mun betra er að hvetja til hófdrykkju en ekki þessari endalausu ofdrykkja, þ.e. að drekka sig fullan þegar viðkomandi fær sér áfengi. Gott mál að fá sér vínglas með mat en verra ef að farið er að drekka nokkrar flöskur.
En hvaða rök ætli Þjóðkirkjumenn muni nota? Varla geta þeir notast við Biblíuna þar sem ef ég man rétt þá breytti sjálfur frelsarinn vatni í vín.
![]() |
Léttvínsfrumvarp gengur þvert á forvarnastarf þjóðkirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 08:50
Þrýstingur eykst á PKK
Það er ánægjulegt að sjá þann þrýsting sem lagður hefur verið á PKK - Verkamannaflokkur Kúrda - á undanförnum dögum og hve þrýstingurinn virðist vera að aukast. Nú síðast með að Forseti sjálfstjórnarhéraðs Kúrda hvetur þá til að leggja niður vopn. Kúrdar í norðurhluta Íraks búa við mun betri aðstæður heldur en flestir landar þeirra þar sem tiltölulega friðsælt hefur verið þar. Ef að PKK hættir að standa í árásum á Tyrki þá má ljóst vera að uppbygging á svæðinu getur gengið upp og bætt hag íbúa svæðisins.
PKK hefur staðið í árásum á Tyrkland í um 2 áratugi og hefur það engu skilað. Ekki eru meiri líkur á að Kúrdar geti fengið að ráða eigin málum og eini árangur af árásum PKK hefur verið að meiri líkur eru á að Tyrkir geri innrás í norður-Írak. Nýtt ríki á þessum slóðum mun varla vera stofnað nema Írak brotni upp í nokkur minni ríki. Varla er það mjög líklegt.
![]() |
Forseti Kúrda í Írak vill að PKK leggi niður vopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 15:43
Samningur ríkis og kirkju - er þetta eðlilegt?
Ég hef nú yfirleitt ekki velt því mikið fyrir mér hvernig þessum umræddu samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 1997 og nánari útfærslu 1998 er háttað. Oft er bent á þennan samning og jafnvel sem dæmi um að þrátt fyrir greiðslur úr ríkissjóði til Þjóðkirkjunnar sé þegar búið að aðskilja ríki og kirkju. A.m.k. halda sumir því fram.
Að mestu leyti er þetta samningur eins og hver annar nema að það virðist ekki vera neitt ákvæði um hvernig aðilar geti rift samningnum eða hver er gildistími samningsins. Eina sem ég gat í fljótheitum fundið um gildistíma að 15 árum eftir að samningurinn er gerður er hægt að endurskoða þá grein samkomulagsins sem fjallar um á hvaða grundvelli ríkið greiðir fyrir þ.e. laun hve margra presta o.s.frv. Varla getur þá verið um samkomulag við sjálfstæðan aðila að ræða. Frekar virðist að sem aðilar séu sammála um að Þjóðkirkjan haldi áfram að vera stofnun á vegum ríkisins þó með meira sjálfstæði heldur en aðrar stofnanir og forsendur rekstrarins eru fastsettar. Hvernig er það getur samningur milli sjálfstæðra aðila verið með engum gildistíma og engum ákvæðum um uppsögn samnings? Ég er hér úti í Lúx með leigusamning sem er til ákveðins tíma sem framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn að loknum gildistíma. Skýrar reglur gilda um hvernig báðir aðilar geta sagt upp samningi. Sambærileg ákvæði virðast ekki vera í þessum samningi milli íslenska ríkisins og hinnar hálfopinberu stofnunar, Þjóðkirkjunnar.
Stóra spurningin er kannski, hvernig getur Alþingi með staðfestingu á þessum samningi gefið í raun út skuldbindingu á hendi ríkisins til Þjóðkirkjunnar með engum endi, án þess að um opinbera stofnun er að ræða? Sama fyrirkomulag gildir ekki einu sinni um opinberar stofnanir þar sem fjárheimildir þeirra eru endurskoðaðar á hverju ári og oft er skorið niður. Er ekki kominn tími á að taka þetta samkomulag til endurskoðunar og í stað endalausrar skuldbindingar komi til lokauppgjörs eða eitthvað álíka. Varla getur það verið eðlilegt að í landi sem á að gilda trúfrelsi að ríkið skuldbindi sig til að greiða laun starfsmanna eins trúfélags.
Svo er kannski út af umræðu um hjónaband samkynhneigðra stóra málið fyrir Þjóðkirkjuna að ef hún er stofnun sem virðist af þessu samkomulagi, fellur hún þá ekki undir sambærileg réttindi og skyldur og hver önnur stofnun? Getur hún þá hafnað að veita öllum borgurum sömu þjónustu?
23.10.2007 | 15:13
Hvað karlinn getur rausað
Stundum er alveg furðulegt hvað Bush getur rausað um hættur hingað og þangað. Trúverðugleiki hans er ekki mjög mikill sérstaklega eftir allt sem gekk á í tengslum við Íraksstríðið. Halda menn virkilega að Íran sé að stefna á að skjóta langdrægum flaugum á Evrópu eða Norður-Ameríku? Árás á Bandaríkin eða önnur bandalagsríki myndi að öllum líkindum valda tíföldu magni af kjarnorkusprengjum til baka. Ógnin af mögulegum kjarnorkuvopnum Írana er ekki - að mínu mati - fyrir Evrópu eða í raun nokkur svæði utan miðausturlanda. Ógnin er hver áhrif á stöðugleika á svæðinu.
Ógn vegna kjarnorkuvopna fyrir Evrópu og Norður-Ameríku kemur frá nákvæmlega sama stað og áður þ.e. frá Rússum. Hvort sem sú ógn er mikil er annað mál. En eitt er víst að Rússar hafa verið að gera sig meira gildandi og hafa verið að minna á að þeir séu stórveldi - a.m.k. að eigin mati. Þróun mála í Rússlandi sýna hve mikilvægt er að öll ríki heims hafi trúverðugar varnir. Á tiltölulega stuttum tíma hafa Rússar verið að gera sig meira gildandi og að nokkru leyti komnir í gamla Sovétgírinn. Að vísu er búnaður þeirra ekki mjög burðugur til stóraðgerða en viljinn til að vera mikið herveldi er fyrir hendi.
![]() |
Bush segir liggja á að koma upp eldflaugavarnakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar