Samningur ríkis og kirkju - er þetta eðlilegt?

Ég hef nú yfirleitt ekki velt því mikið fyrir mér hvernig þessum umræddu samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 1997 og nánari útfærslu 1998 er háttað. Oft er bent á þennan samning og jafnvel sem dæmi um að þrátt fyrir greiðslur úr ríkissjóði til Þjóðkirkjunnar sé þegar búið að aðskilja ríki og kirkju. A.m.k. halda sumir því fram.

Að mestu leyti er þetta samningur eins og hver annar nema að það virðist ekki vera neitt ákvæði um hvernig aðilar geti rift samningnum eða hver er gildistími samningsins. Eina sem ég gat í fljótheitum fundið um gildistíma að 15 árum eftir að samningurinn er gerður er hægt að endurskoða þá grein samkomulagsins sem fjallar um á hvaða grundvelli ríkið greiðir fyrir þ.e. laun hve margra presta o.s.frv. Varla getur þá verið um samkomulag við sjálfstæðan aðila að ræða. Frekar virðist að sem aðilar séu sammála um að Þjóðkirkjan haldi áfram að vera stofnun á vegum ríkisins þó með meira sjálfstæði heldur en aðrar stofnanir og forsendur rekstrarins eru fastsettar. Hvernig er það getur samningur milli sjálfstæðra aðila verið með engum gildistíma og engum ákvæðum um uppsögn samnings? Ég er hér úti í Lúx með leigusamning sem er til ákveðins tíma sem framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn að loknum gildistíma. Skýrar reglur gilda um hvernig báðir aðilar geta sagt upp samningi. Sambærileg ákvæði virðast ekki vera í þessum samningi milli íslenska ríkisins og hinnar hálfopinberu stofnunar, Þjóðkirkjunnar.

Stóra spurningin er kannski, hvernig getur Alþingi með staðfestingu á þessum samningi gefið í raun út skuldbindingu á hendi ríkisins til Þjóðkirkjunnar með engum endi, án þess að um opinbera stofnun er að ræða? Sama fyrirkomulag gildir ekki einu sinni um opinberar stofnanir þar sem fjárheimildir þeirra eru endurskoðaðar á hverju ári og oft er skorið niður. Er ekki kominn tími á að taka þetta samkomulag til endurskoðunar og í stað endalausrar skuldbindingar komi til lokauppgjörs eða eitthvað álíka. Varla getur það verið eðlilegt að í landi sem á að gilda trúfrelsi að ríkið skuldbindi sig til að greiða laun starfsmanna eins trúfélags.

Svo er kannski út af umræðu um hjónaband samkynhneigðra stóra málið fyrir Þjóðkirkjuna að ef hún er stofnun sem virðist af þessu samkomulagi, fellur hún þá ekki undir sambærileg réttindi og skyldur og hver önnur stofnun? Getur hún þá hafnað að veita öllum borgurum sömu þjónustu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband