Hvernig á þetta að ganga upp?

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með borgarmálunum þessa dagana. Svo virðist sem að óstarfhæfur eða a.m.k. mjög veikur vegna innri ágreinings hafi lafað síðan í október á því að leiðtogi eins af þeim flokkum/framboðum sem mynda meirihlutann væri veikur. Svo kemur hann til baka og myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Sá meirihluti hangir á því að hann verði ekki veikur eða forfallist af öðrum ástæðum. Hvernig er hægt að stjórna borginni í þessari stöðu? Er kannski góð stjórn borgarinnar meira mál en það að veikindi eins manns ráði hver myndar meirihlutann? Kannski að best væri ef að Samfylking og Sjálfstæðismenn tækju sig saman og mynduðu starfhæfan meirihluta?

Staða mála í F-listanum er ótrúleg, a.m.k. ef ég er að skilja hana rétt. Svo virðist sem að Ólafur, sem er leiðtogi listans, hafi komist í stjórn með þau mál sem voru stefnumál listans. Jafnframt að hann hafi stuðning í Frjálslynda flokknum. Margrét og Guðrún hafa aftur á móti bara stuðning af sjálfum sér. Hvert er þá í raun umboð þeirra? Hvernig ætla þær að réttlæta að standa að því að meirihlutinn falli jafnvel bara við að Ólafur fái flensu?

Stundum er gott að geta fylgst með pólitíkinni heima á fróni úr fjarlægð.


mbl.is Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvernig getur Ólafur réttlætt það að semja um stjórnarsamstarf við annan flokk án þess að ræða við varamennina???

H. Vilberg 22.1.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Daði Einarsson

Vissulega er þetta skringileg og slæm aðferð. En er það ekki hann sem fer með umboðið? Hann nær flestum meginmálum F-listans í málefnasamning og þær vilja ekki vera með. Mjög skrítið. Voru þær kannski ekki með málefnin í huga? Ef að þær eru svona ósáttar er þá ekki best að þær segi af sér svo þeir/þær sem voru neðar á listanum geti unnið vel með nýja meirihlutanum?

Daði Einarsson, 22.1.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 667

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband