Kemur varla á óvart

Í ljósi atburða undanfarinna vikna þá kemur varla á óvart að harðlínumenn í Serbíu séu að auka fylgi sitt sem kemur ljóslega fram í úrslitum fyrr umferðar forsetakosninganna. Undanfarið hefur mjög verið vegið að Serbíu í ljósi krafna Kosovo Albana um sjálfstæði Kosovo. Alþjóðasamfélagið hefur að stórum hluta lýst yfir stuðningi við áform um sjálfstæði svæðisins og íbúar í Serbíu hafa örugglega á tilfinningunni að allir séu á móti þeim. Þeir geti því ekki gert mjög mikið til að sporna við því tekið sé stórt landsvæði af þeim. Þó að þeir hafi ekki haft stjórn á svæðinu undanfarin ár þá hefur það auðvitað verið innan landamæra Serbíu. Kosovo er auk þess mikilvægt í þjóðarvitund Serba og hefur það því mikil áhrif á alla Serba. Auðvitað eru Serbar mikill minnihluti í Kosovo og sú staða hefur veikst mun frekar nú þegar Kosovo Albanir hafa hrakið beint og óbeint stóran hluta Serba sem áður bjuggu í Kosovo á brott. Kannski yrði skásta lausnin í þessari stöðu að norðurhluti Kosovo yrði áfram hluti af Serbíu - þ.e. sá hluti sem nú ennþá að mestu byggður Serbum - og restin yrði sjálfstætt ríki. Auðvitað myndu Serbar ekki vera kátir með það en kannski yrði það best fyrir þá sjálfa.

Á innan við 20 árum hafa Serbar horft á gömlu Júgóslavíu brotna upp, mikil stríð vegna þess og svo nú virðist vera sem skera eigi hluta af þeirra eigin landi - landi sem þeir hafa ráðið yfir og verið hluti af landinu í árhundruð.

Forvitnilegt verður að sjá hvort að í annarri umferð kosninganna muni staða harðlínuaflanna styrkjast frekar með að þeir nái forsetaembættinu. Og svo hvaða áhrif það mun hafa á hvernig Serbar nálgast Kosovo málið. Mun kannski afstaða þeirra harðna enn frekar og munu þá kostir sem jafnvel eru ekki alvarlega uppi á borðinu verða uppi á borðinu á ný. Hvað sem öllu líður þá verður forvitnilegt að fylgjast með þróun stjórnmála í Serbíu á næstu misserum.


mbl.is Harðlínumaður með forskot í kosningum í Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband