Þau koma á óvart

Varla var hægt að búast við að þau væru kát með að VG sé aftur komið í minnihluta. En ef að þau hefðu verið sammála sjálfum sér þá hefðu þau auðvitað átt í október að segja a.m.k. að slæmt væri að flokkar með mjög lítið fylgi væru í stöðu til að ráða hverjir eru við stjórnvölinn í borginni. Þau voru auðvitað kát þá, en nú sést hve vanbúið það var að hafa ekki málefnasamning þegar gamli meirihlutinn lagði í sína stuttu vegferð saman. Það er auðvitað rétt hjá þeim að slæmt er að flokkar með mikið fylgi hafi svo mikil áhrif á hverjir fara með völd, en þannig er það í stjórnmálum í flestum lýðræðisríkjum. Auk þess þá er 10% fylgi ekki það lítið.

Ekki er endilega líklegt að nýi meirihlutinn endist lengi þar sem hann er mjög veikur og varla á vetur setjandi. Best væri ef að fljótlega verði aftur skipt um meirihluta og annað hvort Samfylking eða VG fari með Sjálfstæðismönnum í stjórn. Þá yrði um mun sterkari meirihluta að ræða enda ekki hangið á einum manni, sem má ekki einu sinni vera fjarverandi til að samstarfið jafnvel falli um sjálft sig.


mbl.is Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband