Sko karlinn

Bush er ekki allsvarnað og einstaka sinnum gerir hann rétta hluti í alþjóðamálum. Að hann ætli að hitta Dalai Lama, hinn útlæga andlega leiðtoga Tíbeta, er góðs viti. Kínverjar verða auðvitað fúlir og munu jafnvel gera eitthvað til að sýna Bush að þeir séu ekki kátir, en ákvörðun Bush er rétt. Mikilvægt er að Kínverjum sé ljóst að alþjóðasamfélagið hefur ekki gleymt örlögum Tíbeta og sjálfsagðri kröfu þeirra um að endurheimta sjálfstæði sitt. Kannski er þó enn betra en ákvörðun Bush að Þingið skuli ætla að veita Dalai Lama orðu.

Kínverjar reyna hvað þeir geta til að einangra Dalai Lama og Taiwana, og því miður tekst þeim það of vel. Þeir hafa í krafti efnahagsstyrks síns of oft náð að beygja lýðræðisríki í heiminum, en alltaf er gaman að sjá þegar þeim tekst það ekki. Mun betra væri að viðurkenna Taiwan (Kínverjar hafa þvingað allar þjóðir til að viðurkenna þá ekki) og að tala upp og sýna stuðning við sjálfstæðiskröfur Tíbeta.


mbl.is Bush ætlar að funda með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 766

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband