Kominn tími á breytingar

Oft hafa komið fram tillögur um að gefa áfengissölu frjálsa og að við getum nálgast áfengið út í næstu búð, svona sambærilegt og við mörg getum sem búum erlendis. Hér í Lúx fer ég út í matvörubúð og kaupi í matinn og get keypt vín eða bjór með ef mér sýnist. Ég hef ekki tekið eftir einhverjum drykkjulátum í borginni þrátt fyrir þetta. Ég hef að vísu tekið eftir að ég nota mun meira áfengi hér úti en ég gerði heima. Munurinn er bara að heima var maður að drekka meira um helgar og þá ekki oft - aldrei verið mikið á djamminu - en hér úti er maður oft á fá sér einn til tvo bjóra. Ekki drekkur maður sig fullann og almennt séð eru flestir sem ég þekki hér úti þannig. Auðvitað fara menn einstaka sinnum á fyllerí en það er ekki það sem sést á áberandi hátt á fólki, heldur frekar á einstaka mönnum. 

Hvernig sölu á áfengi er háttað er angi af stefnu í áfengismálum. Ekki er hægt að segja að sú stefna sem rekin hefur verið á undanförnum árum hafi skilað miklum árangri. Er ekki þörf á að fara aðrar leiðir? T.d.

1. Leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum með skýrum refsiákvæðum þ.e. varðandi sölu til fólks undir 20 ára aldri.

2. Takmarka aðgengi að sölu á sterku áfengi t.d. vodka og viskí. Væri eingöngu fáanlegt í tiltölulega fáum verslunum ÁTVR.

Meginatriðið er að ýta fólki frá sterku áfengi yfir í léttvín og bjór. Áfengisstefnan miðist við að draga úr skaða með því að fólk drekki frekar áfengi með lægra áfengisinnihaldi og svo sé hart tekið á ölvunarakstri - eins og hingað til - og sölu til ungs fólks undir 20 ára aldri. Líklega myndi það skila árangri og líklega betri árangri en núverandi stefna um að takmarka aðgengi að öllu áfengi.


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Loksins einkver sem hugsar kjarna málsins.Kvað er að islendingum,flest öll komentinn eru nei, og nei,það vantar kultur um að drekka ekki vera á fyllerii.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert geinilega erlendis

Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Daði Einarsson

Einar Bragi, hvað með það? Þegar ég bjó á landinu þá hafði ég nákvæmlega sömu skoðun, hún hefur bara styrkst við að búa í Lúx.

Daði Einarsson, 11.10.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 735

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband