Viðkvæmni eða mistúlkun á sögunni?

Er söguþekking bandaríska þingsins svo góð að þeir treysta sér að gefa út yfirlýsingar sem þessar? Eða voru þeir aðallega að láta undan þrýstingi? Hver var tilgangur með yfirlýsingunni?

Í málum sem þessum er vert að hafa í huga að sagan er ekki einhlít og deilt er um hver gerði hvað. Voru þessi fjöldamorð einstök í þessum átökum eða voru þau á báða bóga í átökunum? Voru þau skipulögð eða voru þau afleiðing átaka? Það eru margar spurningar sem vakna varðandi þetta mál þegar kemur að yfirlýsingu bandaríska þingsins. Hvað lögðu þeir til grundvallar í atkvæðagreiðslunni. Bandaríkjamönnum hefur almennt ekki tekist vel til að skylja flókna sögulega atburði og því spurning hvort að þeir hafa trúað bara einni hlið í þessu máli og ákveðið að hunsa hina hliðina? Kannski hefur það áhrif að Armenarnir voru kristnir en ekki Tyrkirnir? Getur verið að Tyrkirnir fari með rétt mál þ.e. að í þessum atburðum hafi mikill fjöldi Tyrkja látið lífið? Jafnvel fyrir hendi Armena? Ekki veit ég það en viðbrögð Tyrkja eru óvenjusterk ef ekki er eitthvað meira á bakvið málið en að vera sárir um að vakin sé athygli á þessum hræðilegu atburðum. Hafa ber í huga að sagan er ekki bara samansafn af staðreyndum, heldur snýst hún að stórum hluta um túlkun - sem yfirleitt er túlkun sigurvegaranna á atburðum.

Hvaða tilgangi þjónar þessi yfirlýsing? Eru þingmenn bara að láta undan þrýstingi heima fyrir? Eða býr eitthvað meira á bakvið málið? Eitthvað sem réttlætir að móðga náinn bandamann landsins (USA) enda voru viðbrögð þeirra nokkuð fyrirsjáanleg í ljósi fyrri viðbragða við sömu ásökunum. Eru kannski demókratarnir að sýna að þeir geta klúðrað málum jafnvel og Bush og félagar?

Nú er kannski næsta spurning, hvort að þingið ætli ekki að fordæma þjóðhreinsanir evrópskra nýlenduvelda á indíánum í Ameríku og síðar meir t.d. þjóðhreinsanir þeirra eigin ríkisstjórna eftir að Bandaríkin urðu sjálfstæð. Er ekki um að gera að fordæma Spánverja, Breta, Frakka, Bandaríkin o.fl. Um að gera fyrst að menn eru orðnir svona háheilagir. Kannski væri mikilvægara fyrir þingið að vera reiðubúið að grípa inn í atburðarás þar sem þjóðarmorð eru í gangi eins og var í Rúanda á sínum tíma, þegar alþjóðasamfélagið horfði upp á skipulögð fjöldamorð fyrir rúmlega áratug. Kannski er betra að fordæma liðna atburði en að reyna að stöðva skipulögð fjöldamorð áður en þau verða þjóðarmorð. Enda slæmt á atkvæðaveiðum að hætta lífum bandarískra hermanna.


mbl.is Sendiherra Tyrkja í Bandaríkjunum aðeins kallaður heim tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað á að fordæma öll þjóðarmorð sem og hvers konar ofbeldi sem beinist gegn einstaklingi eða hóp fólks.

Þetta mál er nokkuð sérstakt: Í Tyrklandi eru sett lög til að koma í veg fyrir frjálsa umræðu um þetta gamla feimnismál. Tyrkir eru einnig í miklum ham að eiga í stöðugum erjum við aðra granna sína, t.d. Kúrda. ætli það sé ekki sem hangir á spýtunni í bandaríska þinginu? Alvarleg aðvörun til Tyrkja að sitja á strák sínum.

Evrópusambandið leggur einnig mjög ófrávíkjanleg skilyrði fyrir inngöngu Tyrkja, að þeir efli lýðræði og efli mannréttindi.

Hálf önnur milljón Armena er 25% af gyðingadrápunum sem er mjög slæmur blettur í sögu Evrópu. Þjóðverjum dettur ekki í hug að banna umræðu um þetta en þeir leggja mjög mikilvægar skyldur á starfsemi stjórnmálaflokka: þeir mega ekki starfa með einhverju takmarki sem beinist að hvers konar öfgastarfsemi sem ekki er viðurkennd og allir stjórnmálaflokkar verði að gera opinberlega grein fyrir uppruna og not þess fjár sem þeir hafa undir höndum, nokkuð sem ekki hefur verið innleitt hjá okkur Íslendingum nema að mjög takmörkuðu leyti nú nýverið.  

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband