Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.10.2007 | 08:38
Er hann að vonast eftir miklu hlutverki?
Ætli Gore sé að vonast eftir að vera í mikilvægri stöðu í næstu stjórn í USA? En það er góð ákvörðun fyrir hann að fara ekki í Forsetaframboð enda yrði slæmt fyrir hann að tapa í forkosningunum. Ég veit ekki til þess að hann hafi almennan stuðning í samanburði við aðra frambjóðendur.
Hafði kannski einhver talað hann til?
![]() |
Al Gore útilokar forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 07:34
Eins og venjulega ...
... þá kunna einræðisstjórnir varla aðrar leiðir en að handtaka fólk og brjóta niður með ofbeldi friðsamleg mótmæli. Þeir átta sig ekki á því að með þessum aðgerðum sem allir íbúar í Búrma vita örugglega af, þá ýta þeir undir frekari reiði í garð stjórnarinnar sem getur komið þeim illa til lengri tíma litið. Ef að þeir hefðu hugsað málið í gegn þá hefðu þeir líklega getað í byrjun samið við munkana og mótmælinu hefðu ekki magnast eins og þau gerðu. Þeir hefðu með því komið vel út úr málinu og verið þeir sem innleiddu breytingar, en í stað þá eru þeir í dag í þeirri stöðu að allar breytingar í lýðræðis og frelsisátt eru klárlega þar sem þeir eru að gefa undan. En við hverju á maður að búast þar sem einræðisstjórnir virðast oftast ekki kunna að semja við sitt fólk og geta bara farið gegn eigin fólki með ofbeldi.
Alþjóðasamfélagið verður að halda áfram að þrýsta á herforingjastjórnina og er kannski ekki kominn tími til að setja ferðabann á leiðtoga stjórnarinnar?
![]() |
Stjórnvöld í Búrma halda áfram að elta uppi mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 10:08
Var þetta ekki framboð Frjálslyndra og óháðra?
Ef að ég man rétt þá var F-listinn í síðustu borgarstjórnarkosningum listi Frjálslyndra og óháðra. Ef þetta er rétt munað og ég held að það hafi komið fram í umræðu undanfarinna daga, hvernig geta þá talsmenn Frjálslynda flokksins verið að kvarta? Hafa ekki líka fleiri af þeim sem voru efst á F-listanum í borgarstjórnarkosningunum sem hafa sagt skilið við Frjálslynda flokkinn eða jafnvel aldrei verið þar?
Ég man heldur ekki eftir að talsmenn Frjálslynda flokksins hafi gert athugasemdir við að Margrét væri ennþá fyrsti varamaður fyrir F-listann í borgarstjórn eftir að hún yfirgaf flokkinn. Vonandi leiðréttir mig einhver ef ég fer rangt með.
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 07:49
Gott hjá Japönum
Það er ánægjulegt að Japanir hafi fryst greiðslur til Búrma og séu að auka viðskiptaþvinganir gegn herforingjastjórninni. Þetta er eina vitið enda verður alþjóðasamfélagið að gera það sem það getur til að ýta á eftir stjórnarskiptum í landinu. Búrmaska þjóðin á skilið stuðning okkar enda hafa mótmælaaðgerðir þeirra verið til fyrirmyndar um friðsöm mótmæli. Ofbeldið í tengslum við mótmælin er eingöngu frá hendi stjórnvalda.
Það er einnig ánægjulegt að ESB og önnur ríki og ríkjahópar eru að auka þrýsting á stjórnvöld í Búrma. Vonandi líður ekki á löngu þar til ný og lýðræðisleg stjórn tekur við völdum í Búrma. Þá fyrst er möguleiki fyrir að hagur íbúa landsins batni með markvissri uppbyggingu á efnahag landsins og frelsi til orðs og athafna. Þegar landið verður frjálst á ný er jafnframt mikilvægt að alþjóðasamfélagið sýni stuðning sinn í verki með mikilli fjárhagslegri og tæknilegri (eftir því sem þörf er á) aðstoð.
![]() |
Japanar auka þrýsting á Búrma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 08:57
Já var það ekki
Alltaf gaman að Kínverjum eða a.m.k. leiðtogum þeirra. Núna vilja þeir friðarsamning við Taiwan en auðvitað með því að þeir taki yfir lýðræðislegu eyjuna. Ekki er hægt að þola tilveru lýðræðisríkis svona rétt undan strönd Kína. Það sem verra er að þessi litla eyja skuli standa sig vel efnahagslega og sýni jafnvel íbúum í Kína að ekki sé endilega þörf fyrir kommana eða aðra einræðisherra.
Taiwan er lýðræðislegt ríki sem hefur vegnað vel svotil frá upphafi og á í raun skilið að vera viðurkennt af alþjóðasamfélaginu en ekki hafa stöðu útlagaríkis. Þeim hefur vegnað vel og verið friðsamir. Þeir hafa, eftir því sem ég best veit, alltaf verið tilbúnir í viðræður við Kína um frið en auðvitað vilja þeir vera viðurkennt ríki. Stór hluti heimsins hefur sýnt þessa viðurkenningu í verki með samskiptum við Taiwan, bæði í gegnum viðskipti og önnur tengsl þó óformleg séu. Kína hefur aftur á móti sýnt sitt rétta eðli þegar kemur að Taiwan með því að kúga ríki heimsins til að viðurkenna ekki tilvist Taiwan sem sjálfstæðs ríkis.
Eina rétta í þeirri stöðu sem er uppi milli Kína og Taiwan væri fyrir ríki heimsins, eins og Ísland, að viðurkenna Taiwan sem sjálfstætt ríki og taka upp stjórnmálasamband við þá. Við eigum að sýna lýðræðisríkjum stuðning sérstaklega þegar andstæðingur þeirra er risastórt einræðisríki sem reglulega hótar að senda inn herinn til að hertaka litla lýðræðisríkið.
![]() |
Forseti Kína vill ná friðarsamkomulagi við Taívan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 08:00
Hvernig væri það mögulegt?
Varla er hægt að búast við að einræðisflokkur geti orðið við kröfum fólksins, enda ekki háttarlag þannig stjórnarherra að láta sig of mikið líf fólksins varða. Kínverskir kommúnistar hafa sýnt í gegnum tíðina hversu umhugað þeim er um fólkið. Nefna má t.d. torg hins himneska friðar sem gott dæmi um umhyggju kommanna í Kína gagnvart eigin fólki. Alvarleg mannréttindabrot er annað gott dæmi um umhyggju þeirra, já og margt fleira.
Ef að þeir vilja vera góðir við fólkið sitt þá væri kannski ekki úr vegi að auka frelsi almennings og a.m.k. draga úr þeirri kúgun sem fólkið býr við.
En þeir mega nú eiga það að þeir halda flott flokksþing.
![]() |
Forseti Kína segir Kommúnistaflokkinn hafa ekki orðið við kröfum fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2007 | 10:28
Semsagt sá sem verður fyrir skotinu er sekur?
Merkileg hugsun sem er í gangi hjá herforingjastjórninni í Búrma. Þeirra hermaður skýtur með byssu á mann án þess að hann virðist hafa ógnað hermanninum, og sá sem ber ábyrgð á dauða blaðamannsins er blaðamaðurinn. Það er eins gott að maður fari ekki til Búrma maður gæti lent í því að keyra niður sjálfan sig, eða skjóta sig eða eitthvað álíka. Stundum er skrítið að sjá hverskonar vitleysa kemur frá talsmönnum ríkisstjórnar, sérstaklega þeirra sem hafa slæman málstað að verja.
Ástandið í Búrma er slæmt og lítið virðist sem að alþjóðasamfélagið getur gert enda ekki líklegt að eitthvað ríki sé til í að beita valdi í einhverri mynd til að koma stjórninni frá. Kannski er möguleiki ef að ríki eins og Japan dragi til baka alla aðstoð, að þá verði þrýstingur svo mikill að stjórnin láti undan. Kannski er það fullmikil bjartsýni.
Hvað sem öllu líður þá verða ríki heims að láta það vera ljóst að ef ný og lýðræðisleg stjórn tekur við í Búrma að talverður stuðningur muni fylgja bæði til nýju stjórnarinnar og í formi þróunaraðstoðar.
![]() |
Búrma: Blaðamaðurinn bar ábyrgð á eigin dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2007 | 11:46
Gagnrýni á Ingibjörgu Sólrúnu?
![]() |
Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2007 | 16:10
Mjög jákvætt
Gott til þess að vita að leiðtogar múslima séu að lýsa sig tilbúna til að vinna að sáttum milli múslima og kristinna manna. Eins og þeir benda réttilega á þá eru meginátök nútímans byggð á trú eða a.m.k. réttlætt í trú. Öfgahópar múslima og kristinna hafa ýtt undir eða hafið átök sem nú geysa um allan heim. Ekki má heldur gleyma gyðingum í þessu, enda eru öfgamenn þar engu skárri en öfgamenn á öðrum stöðum.
En er raunhæft að átök sem varað hafa vel yfir 1000 ár eigi eftir hætta á næstu árum eða áratugum. Það er líklega mun lengra verkefni að ná sáttum en fyrsta skrefið að menn sættist á að vera ósammála um trú og að lifa í sátt og samlyndi með öðrum trúarbrögðum. Eingöngu með þeim hætti getur verið möguleiki á að kristnir menn og múslímar hætti að horfa á hin trúarbrögðin sem ógn og þar með verði grafið undan öfgahópum. En líklega er vænlegast til árangurs ef að trúarlegar stofnanir sem vilja þvinga vilja sínum upp á aðra, s.s. Vatíkanið, verði lagðar af og fólki gefið meira frelsi til að iðka sína trú án boða frá stofnunum sem þykjast vera handhafar sannleikans og/eða með bein tengsl við Guð (hver sem það er fyrir hvern og einn).
Trú getur verið til góðs en of oft hafa stofnanir viðkomandi trúarbragða ýtt undir ófrið og þjáningar.
![]() |
Múslímaleiðtogar hvetja til sátta múslíma og kristinna manna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2007 | 10:13
Fá menn orðið friðarverðlaun fyrir að búa til "heimildarmynd"?
Hvað er það eiginlega sem Al Gore hefur gert sem ýtir undir frið í heiminum? Og loftlagsnefnd SÞ? Ég er ekki alveg að sjá að þeir eigi þetta skilið. Al Gore gerði svokallaða heimildarmynd sem hefur verið gagnrýnd mjög mikið fyrir að ýkja hluti og jafnvel mistúlka til að þjóna boðskapnum. Loftlagsnefndin hefur jafnframt verið gagnrýnd með sannfærandi hætti og var það ekki 15 ára stelpa sem sýndi ekki fyrir svo löngu síðan með einföldum hætti hve takmörkuð þekking þeirra væri. Hvað gerir það að halda fram að allt sé að fara til fjandans vegna mengunar manna og að búa til "heimildarmynd" um það að gera með frið í heiminum? Hefur eitthvað þokast í friðarátt með þessu, hvar er hægt að sjá þess merki?
Væri ekki nær að veita verðlaununum til einhvers sem hafi unnið meira að friði en að ýta undir eigin persónu og/eða mikilvægi eigin starfs. Heimsendaspár hafa alltaf verið vinsælar, en ekki endilega að þær séu friðvænlegar. Annað mál er að mikilvægt er að draga úr mengun, en ekki er hægt að sjá að Gore og nefndin hafi gert mikið í þeim málum. Væri þá ekki frekar að verðlauna umhverfisverndarsamtök? Tek þó fram að ég væri heldur ekki kátur með það.
![]() |
Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Erlent
- Ljón drap 14 ára stúlku
- Flokkur Farage stærstur í Bretlandi
- Maður fannst látinn í brennandi bifreið
- Fordæmdi gyðingaandúð og ástandið á Gasa
- Ásakanir um árásir ganga á víxl í vopnahléi
- Tveir skotnir til bana í Þýskalandi
- 19 árásir Rússa fyrstu sex tíma vopnahlés
- Árásir Rússa halda áfram þrátt fyrir vopnahlé
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 908
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar