Semsagt sá sem verður fyrir skotinu er sekur?

Merkileg hugsun sem er í gangi hjá herforingjastjórninni í Búrma. Þeirra hermaður skýtur með byssu á mann án þess að hann virðist hafa ógnað hermanninum, og sá sem ber ábyrgð á dauða blaðamannsins er blaðamaðurinn. Það er eins gott að maður fari ekki til Búrma maður gæti lent í því að keyra niður sjálfan sig, eða skjóta sig eða eitthvað álíka. Stundum er skrítið að sjá hverskonar vitleysa kemur frá talsmönnum ríkisstjórnar, sérstaklega þeirra sem hafa slæman málstað að verja.

Ástandið í Búrma er slæmt og lítið virðist sem að alþjóðasamfélagið getur gert enda ekki líklegt að eitthvað ríki sé til í að beita valdi í einhverri mynd til að koma stjórninni frá. Kannski er möguleiki ef að ríki eins og Japan dragi til baka alla aðstoð, að þá verði þrýstingur svo mikill að stjórnin láti undan. Kannski er það fullmikil bjartsýni.

Hvað sem öllu líður þá verða ríki heims að láta það vera ljóst að ef ný og lýðræðisleg stjórn tekur við í Búrma að talverður stuðningur muni fylgja bæði til nýju stjórnarinnar og í formi þróunaraðstoðar. 


mbl.is Búrma: Blaðamaðurinn bar ábyrgð á eigin dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 721

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband