21.1.2008 | 07:10
Kemur varla á óvart
Í ljósi atburða undanfarinna vikna þá kemur varla á óvart að harðlínumenn í Serbíu séu að auka fylgi sitt sem kemur ljóslega fram í úrslitum fyrr umferðar forsetakosninganna. Undanfarið hefur mjög verið vegið að Serbíu í ljósi krafna Kosovo Albana um sjálfstæði Kosovo. Alþjóðasamfélagið hefur að stórum hluta lýst yfir stuðningi við áform um sjálfstæði svæðisins og íbúar í Serbíu hafa örugglega á tilfinningunni að allir séu á móti þeim. Þeir geti því ekki gert mjög mikið til að sporna við því tekið sé stórt landsvæði af þeim. Þó að þeir hafi ekki haft stjórn á svæðinu undanfarin ár þá hefur það auðvitað verið innan landamæra Serbíu. Kosovo er auk þess mikilvægt í þjóðarvitund Serba og hefur það því mikil áhrif á alla Serba. Auðvitað eru Serbar mikill minnihluti í Kosovo og sú staða hefur veikst mun frekar nú þegar Kosovo Albanir hafa hrakið beint og óbeint stóran hluta Serba sem áður bjuggu í Kosovo á brott. Kannski yrði skásta lausnin í þessari stöðu að norðurhluti Kosovo yrði áfram hluti af Serbíu - þ.e. sá hluti sem nú ennþá að mestu byggður Serbum - og restin yrði sjálfstætt ríki. Auðvitað myndu Serbar ekki vera kátir með það en kannski yrði það best fyrir þá sjálfa.
Á innan við 20 árum hafa Serbar horft á gömlu Júgóslavíu brotna upp, mikil stríð vegna þess og svo nú virðist vera sem skera eigi hluta af þeirra eigin landi - landi sem þeir hafa ráðið yfir og verið hluti af landinu í árhundruð.
Forvitnilegt verður að sjá hvort að í annarri umferð kosninganna muni staða harðlínuaflanna styrkjast frekar með að þeir nái forsetaembættinu. Og svo hvaða áhrif það mun hafa á hvernig Serbar nálgast Kosovo málið. Mun kannski afstaða þeirra harðna enn frekar og munu þá kostir sem jafnvel eru ekki alvarlega uppi á borðinu verða uppi á borðinu á ný. Hvað sem öllu líður þá verður forvitnilegt að fylgjast með þróun stjórnmála í Serbíu á næstu misserum.
![]() |
Harðlínumaður með forskot í kosningum í Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning