Hvaða máli skiptir það?

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki að átta mig á því hvert ákveðnir femínistar eru að fara þessa dagana. Beðið er um nýtt heiti á ráðherra, kynhlutlausari liti á merkingar á nýburum, og svo er mótmælt með að mæta ekki í spjallþátt sem áður var kvartað yfir að hefði ekki nóg af konum. Ekki væri gott ef allir femínistar væru eingöngu að einbeita sér að þessum smámálum. Held að flestir einbeiti sér að alvörumálum t.d. ofbeldi, kynbundinni mismunun, o.fl. Um ráðherramálið er það að segja að mínu mati þá væri fyrsta skrefið að þeir kvenkyns ráðherrar sem finnst svo slæmt að vera ráðherra fari að notast við annað heiti, eins og þingkonur hafa gert. Engin þörf á að gera meira í því máli - ef að kvenkyns ráðherra vildi vera kölluð eitthvað annað þá yrði það örugglega virt, óháð því sem stendur í lögum.

En að þessu máli, þá átta ég mig ekki á því hvaða máli klæðnaður og merkingar nýbura skiptir. Varla eru börnin þá þegar farin að meðtaka staðalímyndir nokkurra daga gömul eða hvað? Gaman væri að vita hverju öll þessi smámál eiga að skila. Eða er kannski málið að eingöngu er verið að láta líta út fyrir að viðkomandi þingmenn konur hafi eitthvað fram að færa á þingi?


mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 713

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband