Skref í rétta átt

Nú hefur Musharraf Forseti Pakistan látið af embætti æðsta yfirmanns hers Pakistan og verður því borgaralegur Forseti. Þetta er skref í rétta átt og forvitnilegt verður að sjá hvort að nýi yfirmaður hersins mun fylgja fyrirskipunum síns fyrrverandi yfirmanni í hernum og núverandi borgaralega yfirmanni. Æðstu yfirmenn hersins í Pakistan hafa oftast ekkert verið of mikið að hlusta á borgaralega Forseta landsins. En það er aldrei að vita nema að betur takist til núna þegar Forsetinn er fyrrverandi yfirmaður hersins.

Þessi ákvörðun Musharraf er skref í rétta átt en taka verður skrefið til fulls og afnema neyðarlögin að hluta eða öllu leyti. Leyfa verður fjöldafundi og annað sem fylgir kosningabaráttu. Hann þarf að gera þetta sem fyrst enda annars eru þingkosningarnar í janúar varla lýðræðislegar eða a.m.k. ekki nógu lýðræðislegar.


mbl.is Musharraf sleppir hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 713

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband