22.11.2007 | 08:44
Er kannski von?
Nú spyr maður sig (eins og oft áður) hvort að Guðlaugur muni hafa kjark til að hætta við byggingu sjúkrahúss á Landspítalalóðinni? Þegar kemur að byggingum sjúkrahúss sem og annarri atvinnustarfsemi þá verður að huga að hvaða þörfum starfsemin á að þjóna. Að því loknu verður að ákveða mikilvægi staðsetningarinnar og með hvaða hætti starfsemin skuli vera. Sjúkrahús sem þetta hefur í raun 2 meginmarkmið (mjög einfaldað), í fyrsta lagi að hugsa um heilsu sjúklinga sem koma til innlagnar við mismunandi sjúkdómum og/eða ástandi, og í öðru lagi að vera staður fyrir bráðameðferð t.d. eftir slys.
Til þess að sjúkrahús geti sinnt seinni þættinum þá þarf það að vera staðsett nærri umferðaræðum og eins miðsvæðis og mögulegt er. Að byggja sjúkrahús í gamla miðbænum og fjarri miðju upptökusvæðisins (höfuðborgarsvæðinu) nær ekki þessu markmiði og í raun gæti það hindrað hagkvæma og örugga framkvæmd á bráðaþættinum.
Aftur á móti skiptir staðsetning ekki eins miklu máli varðandi fyrri þáttinn þ.e. skammtíma og langtíma meðferð við sjúkdómum og/eða ástandi af ýmsum toga. Sú starfsemi getur farið fram hvar sem er, enda ekki háð staðsetningu. Frekar er um að ræða að mikilvægast sé að í viðkomandi húsnæði séu aðstæður til að veita umrædda þjónustu.
Til að rekstur sjúkrahúss sé hagkvæmur og í raun rökréttur þurfa báðir þættirnir að vera í sömu byggingu eða a.m.k. nærri hvor öðrum. Enda þarf oft að senda sjúklinga af bráðadeildum yfir á deildir sem sjá um lengri tíma meðferð viðkomandi sjúklings.
Nú er ég enn að vona að Guðlaugur taki ákvörðun um að hætta við byggingu sjúkrahússins á þeim stað sem nú stendur til að byggja og skoði málið meira útfrá hagsmunum þeirra sem sækja þurfa þjónustuna. Enda voru þeir hagsmunir líklega látnir víkja fyrir öðrum og minna mikilvægum hagsmunum.
Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein, sammála þér.
Guðmundur Ólafsson 22.11.2007 kl. 09:37
Tek undir þetta, nú er það spurning um kjark og þor. Kær kveðja til þin.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning