Gott hjá Írönum

Það er gott til þess að vita að Íranar séu að leggja eitthvað að mörkum til að draga úr ofbeldi í Írak, enda kominn tími til. Þeir hafa í nokkuð langan tíma stutt við uppreisnarmenn í Írak með því að gera lítið sem ekkert til að sporna við smygli á vopnum, sprengiefnum, o.fl. Nú þegar þeir hefja aðgerðir til að takmarka smyglið þá kemur í ljós hve mikið þeir geta auðveldlega gert til að takmarka möguleika uppreisnarmanna og hryðjuverkamanna til að halda áfram árásum í Írak. Svo er auðvitað spurning hvort að þeir séu ennþá að styðja við einhverja hópa uppreisnarmanna eða jafnvel erlenda hryðjuverkamenn í Írak með beinum eða óbeinum hætti. En það er gott til þess að vita að Íranar séu núna að leggja eitthvað af mörkum og vonandi heldur það áfram enda er aðeins möguleiki á friði í Írak ef nágrannaþjóðirnar gera það sem þær geta til að takmarka ofbeldið í landinu.


mbl.is Bandarískur hershöfðingi segir Írana leggja sitt af mörkum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur alltaf verið vitað að fólks- og vopnastraumur frá Sýrlandi og Íran heldur uppreisninni gangandi, margir erlendir múslimar vilja fara þangað í heilagt stríð. Finnst líklegt að minnihluti uppreisnarmanna séu Íraskir borgarar Hinsvegar þýðir það ekki endilega að yfirvöld í löndunum hafi tekið beinan þátt í því, bara að þau hafi ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir það. Það voru stór mistök hjá Bandaríkjamönnum að koma með yfirlýsinguna um "Axes of Evil" og neita að tala við þessar þjóðir. Best hefði verið að leita til þeirra stuttu eftir innrásina og biðja um aðstoð, einnig setja eitthvað af þessum milljörðum dollara í að niðurgreiða öflugt landamæraeftirlit. Þó að þjóðirnar séu ekki sérstaklega hrifnar af Bandaríkjamönnum að þá held ég að Sýrlendingar séu ekkert fylgjandi því að landið þeirra fyllist af flóttamönnum, einnig er ég frekar viss um að Íranir hafi verið ánægðir með að losna við Saddam.

Annars er ég feginn að aðgerðir Bandaríkjamanna séu einnig að virka. Þó að flestir hafi haft efasemdir (sem er skiljanlegt eftir öll þessi ár) að þá vildi ég gefa þessu séns, en leit þó á þetta sem seinasta tækifæri Bandaríkjamanna til þess að breyta ástandinu. Það segir sig sjálft að það er ekki góð aðferð að vinna í ákveðnu svæði og yfirgefa það um leið og ekki sést til uppreisnarmanna (sem flestir fela sig tímabundið), breytir miklu að hafa menn áfram á svæðinu eftir aðgerðir. Annars furðulegt hvað fjölmiðlar fjalla lítið um landið þegar gengur vel, er bara reynt að selja neikvæðni? 

Geiri 21.11.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Daði Einarsson

Við erum greinilega sammála varðandi þessi mál Geiri. Það sem ég á við með beinum og óbeinum stuðningi er að t.d. margir úr Hezbollah hafa farið til Írak og þau samtök eru með beinan stuðning frá Íran.

Þegar kemur að fjölmiðlum þá eru aldrei til góðar fréttir, allt sem er gott eða gengur vel eru í þeirra huga ekki fréttir. Svo einfalt er það. Gaman væri að fá a.m.k. eina frétt í viku um það sem er að ganga upp í Írak.

Daði Einarsson, 21.11.2007 kl. 16:41

3 identicon

Já finnst t.d. sorglegt hvað það er lítið fjallað um uppbygginguna. Eina sem maður fær er reglulegt yfirlit yfir því sem hefur verið seinkað eða misheppnast. Aftur neikvæðnin ríkjandi. Ég veit t.d. að þegar það hefur gengið vel að þá hefur aðgengi að rafmagni og símum orðið betra en fyrir innrásina. Fólk áttar sig ekki á því að þessu var einnig skammtað (nokkra tíma á sólahring) þegar Saddam var við völd. Einnig veit ég að skólaganga barna náði hámarki 2004-2005, einnig fengu 98% barna mikilvægar bólusetningar sem ekki voru í boði áður.  Annars vil ég bara taka það fram að ég var ekki fylgjandi innrásinni (allvega eins og bandamenn framkvæmdu hana á sínum tíma) en hinsvegar er óþarfi að velta sér upp úr neikvæðni. Ég vil reyna að vera jákvæður og vona eftir betri framtíð í landinu þó að það gerist hægt.

Annars ef þú vilt kynna þér fleira jákvætt þá mæli ég með því að þú lesir sérstaklega um Kúrdistan eftir innrásina. Kúrdar hafa náð að einangra sig frá ofbeldinu og eru á mörkunum að verða sjálfstæð þjóð, hafa sitt eigið þing en eru bara hluti af Írak að nafninu til og deila Íraska forsetanum. Líklega svipað og staða okkar var 1918. Efnahagurinn þar vex hratt, lífsgæði fara batnandi og glæpatíðni er lág. Bandaríkjamenn geta gengið þar um án þess að gera sérstakar öryggisráðstafanir enda voru 90+% kúrda fylgjandi innrásinni og lýta á Bandaríkjamenn sem vinaþjóð. Það er frábært að þetta gengur svona vel hjá þeim enda eiga þeir það líklega mest skilið, helmingur fjöldamorða og pyntinga einræðisstjórnarinnar voru gegn þessum minnihlutahóp.

Geiri 21.11.2007 kl. 17:17

4 identicon

Vá þið verðið að taka niður þykku kanagleraugun og líta rétt á hlutina.

1. stærsti hluti uppreisnarmanna eru menn úr lífverði Saddam og menn sem voru háa uppi á metorðastiganum í valdatíð Saddam.

2. Kaninn hefur aldrei sagt allann sannleikann í kring um Írak stríðsins.

3. Kúrdar hafa staðið í miklum hryðjuverkum á kostnað Tyrkja (svakalega friðsælir þeir).

4. Munið að Bandaríkin fóru í þetta stríð útaf hryðjuverkaógn (yeah right) þeirra sannleikur amk.

5. Þetta gerðist allt í óþökk sameinuðu þjóðana.

Ég gæti komið með mikið meir en bara nenni ekki að grafa upp upplýsingarnar og pikka það niður.

Járnkarlinn 21.11.2007 kl. 18:29

5 identicon

Enginn var að réttlæta innrásina, kemur á óvart að þú túlkir þetta þannig.

"stærsti hluti uppreisnarmanna eru menn úr lífverði Saddam og menn sem voru háa uppi á metorðastiganum í valdatíð Saddam."

Já árið 2003... en núna er þetta miklu stærra og flóknara.

"Kaninn hefur aldrei sagt allann sannleikann í kring um Írak stríðsins."

Já... en hver hefur gert það? Allir hafa hagsmuni. Ekki reyna að segja mér að það sé bara algjört hlutleysi í Evrópu og hjá SÞ.

"Kúrdar hafa staðið í miklum hryðjuverkum á kostnað Tyrkja (svakalega friðsælir þeir)."

Núverandi forseti Íraks er kúrdi. Þrátt fyrir það ofbeldi sem hann og hans fólk hefur þurft að þola á valdartíma Saddams þá neitaði hann að skrifa undir aftökuna (forsætisráðherrann sem er arabi og Shiia gerði það). Greinilega ekki hægt að setja alla kúrda undir sama hatt eins og annað fólk.

"Munið að Bandaríkin fóru í þetta stríð útaf hryðjuverkaógn (yeah right) þeirra sannleikur amk."

Ég held að það hafi verið margar ástæður, ekki eitthvað eitt. Ég trúi því ekki að stríðið hafi aukið öryggi Bandaríkjanna en hinsvegar trúi ég því að á sínum tíma hafi Bandaríkjastjórn trúað því. Ekki vegna þess að Saddam væri mesta ógnin heldur einfaldlega til þess að fá stríðsvæði í miðausturlöndum og draga hryðjuverkamenn að því. T.d. eru margfalt fleiri Al-qaeeda liðar í landinu í dag en fyrir innrásina. Þetta er hernaðaraðferð sem hefur verið notuð oft í mannkynssögunni. 

Geiri 21.11.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband