Verður brugðist við?

Gaman verður að sjá hver viðbrögð alþjóðasamfélagsins verða? Eða er bara í lagi að gagnrýna Búrma fyrir að ráðast gegn munkum en ekki Kína?

Merkilegt hvað munkar virðast vera orðnir mikið skotmark hjá þessum einræðisstjórnum í þessum tveimur ríkjum. Í Tíbet virðast þeir bara hafa verið að fagna og í stað þess að leyfa þeim að fagna í smástund þá er lögreglu sigað á þá. Í stað smá fagnaðarláta verður fréttin um að kínversk stjórnvöld geta ekki leyft nokkrum munkum að fagna. Í Búrma hófu munkar að mótmæla gífurlegri hækkun á verði á eldsneyti og í stað þess að semja við munkana, þá ákvað stjórnin að senda lögreglu og her á þá. Mætti halda að það væri ekki heil brú í þeim sem fara með völd í þessum löndum.

Allt kemur þetta manni ekki á óvart, en nú verður gaman að sjá hvað alþjóðasamfélagið gerir. Mun t.d. okkar utanríkisráðherra gagnrýna Kína opinberlega eða er hún of hrædd við að gagnrýna stórveldið? Hvað með ESB? Verður umræða um refsiaðgerðir eða mun alþjóðasamfélagið bara segja við Kína "skamm, skamm - ekki gera þetta aftur" og svo ekkert meira. 


mbl.is Átök milli lögreglu og munka í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband