11.10.2007 | 12:07
Hverjir eru kostir Palestínumanna?
Þegar maður les fréttir af stöðu mála meðal Palestínumanna þá er ekki beint hægt að segja að maður verði uppfullur af von um að lausn fáist í málefnum svæðisins á næstu árum. Meginvandamálið virðist vera, ef leyniþjónusta Ísraelshers fer rétt með, að í raun hafi enginn vald til að framfylgja hugsanlegum friðarsamningum og/eða geti verið trúverðugur aðili í samningum. Þetta vandamál verða Palestínumenn að leysa áður en getur komið til stofnunar sjálfstæðs ríkis, en það er líklega eina raunhæfa langtímalausnin á málinu. En hverjir eru þá kostir Palestínumanna í stöðunni? Hér eru nokkrir:
1. Koma Hamas til valda á Vesturbakkanum. Hamas yrði líklega nógu sterkir til að geta framfylgt hvaða samkomulagi sem þeir kæmust að með Ísrael. Ísrael mun ekki geta samið við Hamas fyrr en þeir viðurkenna Ísrael og verða tilbúnir að hætta árásum á Ísrael. Varla er þetta því líklegt til að ganga eftir.
2. Standa þétt að baki Abbas og félaga, en snúa baki við Hamas og taka þátt í að afvopna þá. Abbas getur samið við Ísrael en ekki endilega líklegt að hann geti framfylgt friðarsamningum enda hefði hann að öllum líkindum ekki nægan stuðning til að ganga gegn Hamas.
3. Óbreytt ástand - pólitísk upplausn, enginn heilstæð stjórnun og yfirráð á Palestínsku svæði. Ekki er skýrt hver getur staðið við friðarsamninga, ekki ljóst hver ræður í raun og veru. Íbúar svæðisins eru læstir milli hryðjuverkamanna og öflugs herríkis sem telur sér ógnað. Ástandið á því líklega bara eftir að versna ef fer fram sem horfir.
Auðvitað vonum við öll að málum fari að þoka áfram í friðarumleitunum en það sem sést í fréttum gefur ekki ástæðu til að vera bjartsýnn. Líklega munu íbúar svæðisins halda áfram að vera í samræmi við kost 3, þar sem Hamas o.fl. ráðast á Ísrael og Ísraelski herinn svarar fyrir sig af hörku. Það er Palestínumanna að leysa sín mál og koma svo trúverðugir til samningaviðræðna. Það er þó vonandi að staða Abbas sé ekki eins slæm og leyniþjónusta Ísraelshers telur hana vera.
Segja Abbas ekki hafa vald til að framfylgja friðarsamningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning