Frekar vildi ég varnarlaust Ísland

Að hugsa sér að Rússar hafi boðið Íslendingum varnarsamstarf. Eitthvað er að mönnum í Kreml að halda að NATO ríki snú sér ekki að öðru NATO ríki ef aðstoðar er þörf í varnarmálum. Rússar sáu sér auðvitað leik á borði að reyna að "hjálpa" smáríkinu í Norður Atlantshafi til að ná áhrifum á svæðinu aftur. Gamli óvinurinn sýnir sitt rétta andlit eða varla halda menn að þeir hafi verið að bjóða samstarf vegna góðmennsku sinnar? Frekar myndi ég vilja varnarlaust Ísland en að þurfa að treysta Rússum fyrir vörnum landsins. Lúxemborg væri þá skárri kostur, en auðvitað er best að hafa samstarf við Norðmenn, Dani og Breta.

Auðvitað er þó stóra málið í varnarmálum Íslands að ekki þýðir að við tökum svotil enga ábyrgð á vörnum landsins. Við treystum á að bandamenn okkar komi okkur til hjálpar. Ísland þarf að koma upp ákveðnum lágmarksvörnum aðallega í formi styrkingar á landhelgisgæslunni og einhverskonar varðliði (gæti verið hluti af lögreglu) á landi. Ekki er raunhæft, að mínu mati, að byggja upp flugher. Ef menn eru hræddir um að einhverjum íslenskum ráðamanni dytti í hug að beita íslenskum varðsveitum í hernaði á erlendri grund, þá mætti jafnvel setja það í stjórnarskrá mín vegna. Aðalmálið er að við getum ekki endalaust sagt að aðrir eigi að verja okkur. Hvað ef það þjónar ekki þeirra hagsmunum eða ef að verja Ísland yrði ekki mjög mikilvægt fyrir þá? Auk þess þá kemur t.d. ekki Amerískt herlið til Íslands daginn eftir, ef að árás væri gerð á landið. Meginmáli skiptir að við þurfum að taka ábyrgð á eigin vörnum og kominn er tími á að stjórnmálamenn fari að ræða málið af alvöru.


mbl.is Rússar bjóða varnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan að á Íslandi eru ekki auðlindir sem bandaríkjamenn hafa áhuga á hef ég engar áhyggjur af vörnum íslands. Þeir éta lítinn fisk og við höfum nú ekki staðið í miklum olíu útflutningi hingað til. Nær væri að eyða peningum í íslensk börn frekar en einhverja gerfidáta handa generálnum. Ég flutti sjálfur til útlanda eftir 40 ár hér á íslandi og hreinlega brá í brún þegar að börning fóru í skóla og viðeigandi dagvistun. Munurinn er slíkur að ég eiginlega kenni í brjósti um íslensk börn er enganveginn hissa á gengdarlausu geðlyjfaáti og misbrestum barna hér.

Svo er hending nú orðið ef að það sést íslenskur leiðbeinandi á dagvistunarstofnunum hér, sem að getur varla verið gott ef halda á í tunguna og íslanska menningu.

Svo bulla menn um byssur og flugvélar en gleyma því sem skiptir messtu máli. 'islenskir stjórnmálamenn eru á rangri braut það er víst. .. .

Magnus Jonsson 27.9.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Daði Einarsson

Merkilegt komment, svo það eru bara Bandaríkjamenn sem eru líklegir til árása? Hvað með Rússa? Ekki er langt síðan þeir voru ein meginógnin við heimsfriðinn.

Auðvitað á að gera betur við börn en það er annað mál og ef menn forgangsraða í átt að þeim málum þá væri tiltölulega auðvelt - a.m.k. fjárhaglega - að breyta þeim málum. En stóra vandamálið er auðvitað að það er ekki nóg af íslendingum til að vinna með börnum, öldruðum, fötluðum o.s.frv.

En aftur að varnarmálum, ef engin er ógnin geturðu þá sagt mér hvers vegna Lúxemborg er með herlið? Góðir bandamenn á alla kanta en samt eru þeir með her.

Daði Einarsson, 27.9.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 705

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband