Enn er vitleysunni haldið áfram

Það er alltaf merkilegt hve viljugir stjórnmálamenn eru að eyða peningum í vitleysu. Að leggja svo mikið sem raun er vitni í kosningabaráttu til að komast í Öryggisráð S.Þ. á meðan við höfum hvorki getu eða sérþekkingu til að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir í einstökum málum. Hvað á annars að gera í erfiðum málum þar sem t.d. okkar nánustu bandamenn eru ekki sammála? Hvað hefðum við gert í Íraksmálinu? Hefðum við bara treyst á upplýsingar frá Bandaríkjamönnum eins og við gerðum þegar við lýstum yfir stuðningi við innrásina?

Íraksmálið sýnir vel að við erum ekki ennþá í stakk búin til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í stórmálum. Við þurfum fyrst að byggja upp sérþekkingu á öllum málaflokkum sem geta komið upp og síðan að huga að framboði. Varla yrði það okkur til framdráttar ef að ljóst væri að við hefðum ekki raunverulega sjálfstæða skoðun á málum. Ætlum við að treysta á að t.d. Bandaríkin munu láta okkur í té allar upplýsingar um viðkomandi mál, jafnvel ef það gengi gegn markmiði þeirra í viðkomandi máli?

Best væri að draga framboðið til baka og auka frekar framlög til þróunarmála eða annarra alþjóðlegra verkefna sem eru mun frekar líkleg til að ýta undir ímynd Íslands á alþjóðavísu.


mbl.is Reynir að læra af reynslu annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband