24.9.2007 | 07:56
Enn er vitleysunni haldið áfram
Það er alltaf merkilegt hve viljugir stjórnmálamenn eru að eyða peningum í vitleysu. Að leggja svo mikið sem raun er vitni í kosningabaráttu til að komast í Öryggisráð S.Þ. á meðan við höfum hvorki getu eða sérþekkingu til að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir í einstökum málum. Hvað á annars að gera í erfiðum málum þar sem t.d. okkar nánustu bandamenn eru ekki sammála? Hvað hefðum við gert í Íraksmálinu? Hefðum við bara treyst á upplýsingar frá Bandaríkjamönnum eins og við gerðum þegar við lýstum yfir stuðningi við innrásina?
Íraksmálið sýnir vel að við erum ekki ennþá í stakk búin til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í stórmálum. Við þurfum fyrst að byggja upp sérþekkingu á öllum málaflokkum sem geta komið upp og síðan að huga að framboði. Varla yrði það okkur til framdráttar ef að ljóst væri að við hefðum ekki raunverulega sjálfstæða skoðun á málum. Ætlum við að treysta á að t.d. Bandaríkin munu láta okkur í té allar upplýsingar um viðkomandi mál, jafnvel ef það gengi gegn markmiði þeirra í viðkomandi máli?
Best væri að draga framboðið til baka og auka frekar framlög til þróunarmála eða annarra alþjóðlegra verkefna sem eru mun frekar líkleg til að ýta undir ímynd Íslands á alþjóðavísu.
Reynir að læra af reynslu annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning