Frábær árangur af evrópskri samvinnu

Það er gott til þess að vita að lögreglan hafi getað komið í veg fyrir innflutning á þetta miklu magni af fíkniefnum. Efnum sem valda stórskaða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Gott væri ef lögreglan væri oftar að ná svipuðum árangri en að öllum líkindum er mun meira magn að koma til landsins í hverjum mánuði þó í smærri skömmtum sé.

Þessi aðgerð virðist vera dæmi um hverju samstarf skilar bæði milli embætta á Íslandi og svo við önnur ríki. Fram kemur í fréttinni að lögregla í nokkrum Evrópulöndum hefur komið að málinu. Þessi evrópska samvinna er að skila miklum árangri fyrir störf lögreglunnar hér á landi.


mbl.is Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúlega einhver á leið út á Keflavíkurflugvöll á leið úr landi með hjartað í buxunum

Bunki 20.9.2007 kl. 11:54

2 identicon

Furðulegt að fólk trúi því að þetta skili árangri... þetta er bara dropi í hafinu.

"Tugir kílóa"... úúú á ég að skjálfa? Ég veit ekki betur en að ríkið sjálft sé að flytja inn fíkniefni í tonnatali. Þessi barátta er sorgleg að öllu leiti, hversu lengi ætlum við að herma eftir fíkniefnastríði kanans? Hvenær ætlum við að hætta að mismuna fólki vegna neyslu og lífstíls?

Geiri 20.9.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband