Hvar værum við án þeirra?

Þessi frétt er ekki einstök á nokkurn hátt. Atvinnustarfsemi hefur aukist það mikið á Íslandi á síðustu áratugum að ekki er nóg af Íslendingum til að vinna þau störf sem þarf að vinna.  Hvort sem litið er á einkageirann eða þann opinbera þá er á flestum stöðum skortur á starfsfólki. Á sumum sviðum hefur þessi skortur verið til árum saman eins og t.d. skortur eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Á öðrum sviðum - sérstaklega í einkageiranum - er skortur á Íslendingum til að vinna störfin meira nýtilkominn.

Á meðan íslenska efnahagslífið stækkar með meiri hraða en íslenska vinnuaflið þá þurfum við að treysta á erlent vinnuafl. Til viðbótar við vöxt efnahagslífsins þá eru sífellt auknar kröfur eftir aukinni opinberri þjónustu sérstaklega í heilbrigðis- og félagsgeiranum. Án erlends vinnuafls hefði fyrir löngu þurft að loka fyrir ýmsa þjónustu í þeim geira t.d. hjúkrunarheimilum og ýmsa þjónustu fyrir fatlaða.

Staðan er ekki góð, en þeir sem vilja takmarka flæði erlends vinnuafls verða að svara því hvar eigi að skera niður. Hverju á að loka? Hver yrðu áhrifin fyrir efnahagslífið?

Hitt er svo annað mál að við höfum ekki staðið okkur nógu vel til að aðstoða það fólk sem flytur búferlum til landsins að aðlagast íslensku samfélagi og sérstaklega við að læra íslensku.


mbl.is Útlendingar bjarga málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Viðar það er nokkuð greinilegt að þú veist lítið um hvað þú ert að tala ef þú heldur að skortur á hjúkrunarfræðingum sé eitthvað sem sé nýtilkomið. Eins lengi og ég man eftir hefur verið skortur á hjúkrunarfræðingum og ekkert nýtt í því. Það að vanti t.d. starfsfólk á hjúkrunarheimili hefur ekkert með innflytjendur að gera. Það eru gamlir íslendingar sem þurfa á aðhlynningu að halda og þar sem ekki hefur fengist innlent starfsfólk þá hefur þurft að leita til útlendinga.

Hvar viltu skera niður í þjónustu? Eða hefurðu ekki gert þér grein fyrir að án útlendinga gengi efnahagslífið varla upp. 

Daði Einarsson, 10.9.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 730

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband