10.9.2007 | 09:13
Hvar værum við án þeirra?
Þessi frétt er ekki einstök á nokkurn hátt. Atvinnustarfsemi hefur aukist það mikið á Íslandi á síðustu áratugum að ekki er nóg af Íslendingum til að vinna þau störf sem þarf að vinna. Hvort sem litið er á einkageirann eða þann opinbera þá er á flestum stöðum skortur á starfsfólki. Á sumum sviðum hefur þessi skortur verið til árum saman eins og t.d. skortur eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Á öðrum sviðum - sérstaklega í einkageiranum - er skortur á Íslendingum til að vinna störfin meira nýtilkominn.
Á meðan íslenska efnahagslífið stækkar með meiri hraða en íslenska vinnuaflið þá þurfum við að treysta á erlent vinnuafl. Til viðbótar við vöxt efnahagslífsins þá eru sífellt auknar kröfur eftir aukinni opinberri þjónustu sérstaklega í heilbrigðis- og félagsgeiranum. Án erlends vinnuafls hefði fyrir löngu þurft að loka fyrir ýmsa þjónustu í þeim geira t.d. hjúkrunarheimilum og ýmsa þjónustu fyrir fatlaða.
Staðan er ekki góð, en þeir sem vilja takmarka flæði erlends vinnuafls verða að svara því hvar eigi að skera niður. Hverju á að loka? Hver yrðu áhrifin fyrir efnahagslífið?
Hitt er svo annað mál að við höfum ekki staðið okkur nógu vel til að aðstoða það fólk sem flytur búferlum til landsins að aðlagast íslensku samfélagi og sérstaklega við að læra íslensku.
Útlendingar bjarga málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viðar það er nokkuð greinilegt að þú veist lítið um hvað þú ert að tala ef þú heldur að skortur á hjúkrunarfræðingum sé eitthvað sem sé nýtilkomið. Eins lengi og ég man eftir hefur verið skortur á hjúkrunarfræðingum og ekkert nýtt í því. Það að vanti t.d. starfsfólk á hjúkrunarheimili hefur ekkert með innflytjendur að gera. Það eru gamlir íslendingar sem þurfa á aðhlynningu að halda og þar sem ekki hefur fengist innlent starfsfólk þá hefur þurft að leita til útlendinga.
Hvar viltu skera niður í þjónustu? Eða hefurðu ekki gert þér grein fyrir að án útlendinga gengi efnahagslífið varla upp.
Daði Einarsson, 10.9.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning