Peningasóun eða hvað?

Gott framtak hjá Kópavogsbæ að reyna að gera ársreikninga bæjarins aðgengilegri en hefði ekki verið ódýrara að gera það með öðrum hætti. Hver er þörfin fyrir að prenta ársskýrsluna í svo mörgum eintökum að hægt sé að senda hana í öll hús í bænum? Flestir munu líklega henda henni annað hvort beint eða næst þegar blöðunum er hent. Fáir munu lesa skýrsluna eða skoða diskinn. Er þetta ekki bara peningasóun enda virðist skv. fréttinni að um talsverðan hagnað á rekstri bæjarins sé að ræða - kannski betra að lækka álögur heldur en að eyða peningum og pappír í að prenta skýrslu sem flestir munu henda í ruslið.

Hér í Lúxemborg senda borgaryfirvöld reglulega yfirlit yfir rekstur borgarinnar til íbúa og langflestir henda þessu beint í ruslið. Mér hefur alltaf fundist þetta sóun og betra væri að senda lítið bréf eins og einu sinni á ári til fólks þar sem vísað væri á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða að fólk gæti óskað eftir að fá skýrsluna senda. Ekki að senda þetta inn á hvert heimili.


mbl.is Mynddiski með upplýsingum um ársreikning Kópavogsbæjar dreift í hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djö er ég sammála. Ágætt að fá einhverja upplýsingar um hvað er að gerast en þetta er sú mesta peninga- og umhverfissóun sem um getur í sögu Kópavogs. Í fyrsta lagi eru fæstir sem hafa einhvern áhuga á að kynna sér þessi mál niður í smáatriði og ennþá færri sem kunna að lesa út úr ársreikningum. Þetta hefur kostað slatta sem hefði betur mátt fara í leikskólana í bænum sem geta ekki haldið uppi fullri þjónustu vegna manneklu. pdf á netið hefði verið fullkomlega nóg. Maður fer að flytja úr þessu pleisi.

gisli 28.8.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband