Er mönnum illa við...

... líf sitt og annarra? Að aka á svona hraða á íslenskum vegum er ekkert annað en ósk um annað hvort snöggan dauða eða alvarlega fötlun fyrir lífstíð. Ef menn eru svona fjáðir í að drepa sig þá væri betra að þeir gerðu það með öðrum hætti enda óþarfi að hætta lífi annarra! Heimska nær ekki yfir athæfi sem þetta - heimskur maður í samanburði við þennan vitleysing er virkilega gáfaður einstaklingur. Taka á hart á brotum sem þessum og kannski spurning um að ekki sé nóg að beita sektum og að íhuga ætti að nota ennfremur önnur refsiúrræði í þessum tilvikum, enda er viðkomandi að ógna lífi annarra borgara.
mbl.is Tekinn á 179 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir hlutar Reykjanesbrautarinnar jafnast í gæðum á við hluta hins þýska autobahn sem eru öruggustu götur í heimi/ekinn kílómeter, og að hluta til eru þar engin hraðatakmörk og almennur hraði vel á annað hundrað.

Að halda því fram að líf og limir annara hafi verið í hættu án þess að hafa verið þarna á staðnum (var einhver nálægt þegar hann var á þessari ferð?) er barnalegt og sem betur fer horfa dómstólar á slíkt til refsiminnkunar.

Magnús Geir Guðmundsson 27.7.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Daði Einarsson

Ég veit ekki hvort þú hefur keyrt á þýsku hraðbrautunum en þetta er mikill hraði hvar sem er. Ég keyri talsvert á þýsku hraðbrautunum og þekki því nokkuð vel til. Að jafna Reykjanesbrautinni við hraðbrautir í Þýskalandi er að mínu mati nokkuð barnalegt. Auk þess er 179 km/klst. hvar sem er alltof mikill hraði. Það er ástæða fyrir því að mörg tryggingafélög tryggja menn í raun upp að ákveðnum hraða en ekki ótakmarkað.

 Varðandi líf og limi annarra þá er það alltaf svo að aðrir eru í hættu þegar einstaklingar aka á ofsahraða. Á þessum hraða þarf lítið sem ekkert að fara úrskeiðis svo að illa fari. Ef einhver annar er keyrandi á sama vegi er viðkomandi alltaf í hættu af ofsaakstri annarra.

Daði Einarsson, 27.7.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: flippi

Ég sé ekkert rétt í þessu..ert kanski að skipta um dekk á bílnum þínum og bíl á þessum hraða fer að slæta og lendir á þérþá værir þú ekki hérna til að pikka þetta inn....Að halda því fram að líf og limir annara hafi verið í hættu án þess að hafa verið þarna á staðnum (var einhver nálægt þegar hann var á þessari ferð?) Þú veits það alldrei nema þegar þú ert buin að keira á einhvern.Taka bílinn af þessum manni fynst mér.

flippi, 27.7.2007 kl. 09:53

4 identicon

Í raun ætti hámarkshraði á nýju tvöföldu Reykjanesbrautinni að vera ca. 120-130.  Vegurinn ber það algerlega.

Hef ekið mikið úti á Autobahn og þeir eru mjög víða 2+2 eins og
þessi vegur.

Svo held ég að margir sem æpa og skrækja yfir 180 km hraða hafi
bara aldrei prufað að aka vel útbúnum bíl á þeim hraða á vegi eins
og nýju Reykjanesbrautinni (og þá er ég ekki að tala um að sikksakka á
milli annara bíla heldur að keyra þegar lítil sem engin umferð er).

Þórður Magnússon 27.7.2007 kl. 11:31

5 Smámynd: Daði Einarsson

Alltaf merkilegt þegar menn halda að það sé ok að keyra á svona miklum hraða þar sem vegurinn sjálfur þoli það. Ástæðan fyrir því að svona akstur er stórhættulegur er ekki bara vegna ástand vegar heldur líka vegna annarra vegfarenda. Hvað ef annar bílstjóri var að koma inn á veginn og taldi bíl viðkomandi vera það langt í burtu að það væri ekkert vandamál. Hvað ef bílstjóri er að skipta um akrein og hefur jafnvel ekki séð bílinn koma aðvífandi? Hvað ef eitthvað dýr hleypur snögglega inn á veginn?

Varðandi hraðbrautir þá er vert að hafa í huga að í Frakklandi eru hraðatakmarkanir á hraðbrautum þó að almennt séu þær mun betri en í Þýskalandi. Af hverju ætli það sé? Kannski telja Frakkar einfaldlega að ofsaakstur sé stórhættulegur!

Daði Einarsson, 30.7.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband