Merkilegar baráttuaðferðir

Enn og aftur er "Saving Iceland" með ólöglegar aðgerðir og virðist það vera tilgangur þeirra. Lögreglan hefur handtekið 8 og opnað þar með leiðina að virkjunarsvæðinu á ný. Nokkuð merkileg umræða hefur að undanförnu verið á blogginu og það er eins og menn tali í kross. Öðru megin er fólk sem einblínir á lögmæti aðferðanna sem notaðar eru og hinum megin er fólk sem horfir framhjá lögmæti aðgerðanna en horfir á málefnin sem mótmælendur segjast vera að mótmæla.

Að mínu mati þá er það merkileg aðferðafræði "Saving Iceland" notast við sem snýst lítið um málefnið heldur allt um fjölmiðlaathygli. Hve margir almennir borgarar landsins vita hverju þeir eru að mótmæla? Er ekki líklegra að almenningur horfi á lögbrotin og skemmdarverk hópsins frekar en nokkuð annað? Þær aðferðir sem beitt er minna nokkuð á aðferðir hluta mótmælenda við hápólitíska fundi leiðtoga máttugri ríkja heimsins. En þessir mótmælendur koma til þess að fremja skemmdarverk og helst koma á stað átökum milli þeirra og lögreglu. En hverju skilar það í áhrifum öðru en að fólk hneykslast á þeim og tekur lítið eftir málstaðnum. Ráðamenn eru ekki líklegir til að taka mark á þannig aðgerðum sem enda á því að skemma fyrir þeim sem mótmæla með friðsamlegum hætti og eru trúverðugir talsmenn viðkomandi sjónarmiða.

Á meðan við fordæmum aðferðafræði "Saving Iceland", þ.e. skemmdarverk o.fl., þá verðum við að standa vörð um rétt þeirra til að mótmæla því sem þeir vilja með löglegum aðferðum. Falun gong var dæmi um áhrifaríkar mótmælaaðgerðir sem voru friðsamlegar og engum þeirra til vansa. Viðbrögð stjórnvalda voru aftur á móti landi og þjóð til vansa. 


mbl.is Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband