Hvað ættum við að gera þar?

Alltaf merkilegt að sjá hvað menn eru jákvæðir gagnvart þessu fáránlega framboði Íslands til Öryggisráðsins. Hvernig á þjóð sem er ekki einu sinni í stakk búin til að sinna vörnum eigin lands að geta verið til nokkurs gagn í Öryggisráðinu? Ekki hefur utanríkisstefna landsins verið of sjálfstæð þegar kemur að heimsmálunum. Ísland studdi árásina inn í Írak þegar vitað var að bandamenn okkar í Evrópu voru andvígir. Hvað var um sjálfstætt mat á málinu?

Í Öryggisráðinu þarf hver þjóð sem þar situr að geta metið hvert mál sjálfstætt, nema tilgangurinn sé að samþykkja allt sem t.d. USA telur satt og rétt. Til að geta metið hvert mál þarf mikla sérþekkingu og varla er hún til staðar í dag eða hvað? Ef ætti að gera aðild að Öryggisráðinu eitthvað annað en algjört klúður yrði að kosta svo miklu til að varla væri hægt að réttlæta það. En auðvitað ef ætlunin er að treysta á upplýsingar frá t.d. USA um flókin mál þá verða menn að eiga það við sig. Íraksmálið er gott dæmi um hverjar afleiðingar af því geta orðið.

Ætlar sjálfstæð þjóð að láta það svona berlega í ljós hver vanmáttur okkar er og hve mikið við yrðum að treysta á þjóðir sem jafnvel hafa hag af því að veita okkur ekki allar upplýsingar? Hvers verður Ísland þá málsvari innan Öryggisráðsins? USA, UK, eða ? Best er að sleppa þessu og setja þessa peninga í eitthvað þarfara.


mbl.is Stuðningur eykst við framboð Íslands til öryggisráðs SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband