Hvenær er fóstureyðing réttlætanleg?

Að undanförnu hefur verið talsverð umræða, a.m.k. sem ég hef tekið eftir, um fóstureyðingar almennt og svo um mál 9 ára stúlkunnar í Níkaragva. Allt þetta vekur upp hjá mér spurningar um hvort réttlætanlegt sé að eyða fóstri og þá við hvaða aðstæður. Tek fram að ég er ekki að hugsa um aldur fóstursins.

1) Er réttlætanlegt að eyða fóstri þegar t.d. 9 ára gömul stúlka verður ófrísk? Heilsu hennar er ógnað og ef saft er já við þessu, þá hve gamalt má barnið vera til að fóstri sé eytt til að tryggja heilsu hinnar verðandi móður?

2) Ef sagt er já við lið 1, er þá ekki líka í góðu lagi að bjóða upp á fóstureyðingar vegna þess að lífi móður sé ógnað? Er það þá eingöngu um líkamlegan skaða að ræða?

3) Er kannski líka í lagi að eyða fóstri vegna þess að móðirin gæti skaðað það t.d. með notkun vímuefna? Er semsagt í lagi að eyða fóstri sem myndi hljóta skaða af hegðun móður á meðgöngutímanum.

4) Er í lagi að eyða fóstri sem verður til þegar fóstrið verður til við aðstæður sem taka frjálst val af konunni? T.d. vegna nauðgunar. Er semsagt í lagi að eyða fóstri til að varna því að um mögulega yrði um skaða á geðheilsu móður (t.d. gæti verið áminning um hvernig barnið varð til)?

5) Er í lagi að eyða fóstri sem liggur fyrir að sé mjög fatlað og gæti jafnvel eingöngu lifað í nokkrar mínútur eða klukkustundir utan líkama móður?

6) Er í lagi að eyða fóstri þar sem félagslegar aðstæður gætu orðið til þess að barnið myndi alast upp við aðstæður sem gætu valdið því langtímaskaða t.d. vegna vanrækslu eða erfiðra heimilisaðstæðna sem eru fyrirsjáanlegar eða um fyrirsjáanlegan skaða að ræða?

7) Er í lagi að neyða ófríska konu að ganga með barn sem hún vill ekki eiga?

Hvar liggja mörkin. Ef við viðurkennum að af einhverjum ástæðum sé í lagi að eyða fóstri þá er ekki spurningin um að vernda skuli fóstrið frá getnaði, heldur að aðstæður geti heimilað fóstureyðingu eða kannski réttara að segja að meðganga sé stöðvuð. Ef við segjum að undir einhverjum kringumstæðum séu fóstureyðingar réttlætanlegar, er þá ekki betra að hún sé framkvæmd af læknum við góðar aðstæður t.d. á sjúkrahúsi?

Stóra spurningin er kannski, hver gefur mér eða nokkrum öðrum rétt til að segja til um við hvaða aðstæður fóstureyðing sé réttlætanleg? Er ekki frekar okkar hlutverk að sjá til þess að fóstureyðing fari fram við aðstæður sem ógna ekki lífi konunnar? Er það ekki líka okkar hlutverk að veita ráðgjöf um aðra kosti fyrir konuna? Ráðgjöf lækna er auðvitað góð en er fyrst og fremst (eftir því sem mér skilst) um læknisfræðilega þætti eins og hvað felst í aðgerðinni. Ráðgjöf aðila sem koma að málum barna á annan hátt gæti verið mun mikilvægari til að hjálpa ófrískri konu að ákveða hvort að fóstri skuli eytt eða ekki.

Tek fram að ég er á því að heilbrigðiskerfið eigi að bjóða upp á fóstureyðingar til að vernda heilsu væntanlegrar móður sem færi hvort sem er í fóstureyðingu á ólöglegan og óöruggan hátt. Það er ekki mitt að dæma við hvaða aðstæður kona má láta eyða fóstri en það er aftur á móti okkar að setja a.m.k. viðmið um á hvaða tíma má eyða fóstri (þ.e. aldur fósturs en það er önnur umræða). Aðalmálið er að viðkomandi kona fá ráðgjöf til að hún geti tekið upplýsta ákvörðun um fóstureyðingu. Oft er vandamálið að viðkomandi kona er örvæntingafull og sér ekki möguleika til að geta átt barnið. Því er ráðgjöf lykilatriði í þessu ferli til að konan viti um alla kosti í stöðunni. Jafnframt er mikilvægt að ráðgjöfin sé uppbyggileg bæði frá fagaðilum og öðrum t.d. föður barnsins og fjölskyldu beggja. Hin endalega ákvörðun er konunnar, enda er það hennar að ganga með barnið. Neikvæð ráðgjöf sem t.d. er byggð á mögulegri sektarkennd konunnar eða trúarlegar ráðleggingar eru ekki af hinu góða og veldur konunni bara skaða hver sem ákvörðun hennar verður.

Þar sem sumir halda því fram að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn, þá væri gaman að vita hve margar konur er um að ræða á Íslandi - endilega að geta heimilda í því samhengi - og hvað þýðir það að nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn. Er það 2 eða 3 eða 4 eða 5 fóstureyðingar eða eru mörkin hærri en það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 706

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband