Af hverju ekki áfangaskýrsla?

Vel er hægt að skilja að þar sem verkið hefur reynst umfangsmeira en menn töldu í upphafi að þörf sé á lengri tíma til að klára vinnu nefndarinnar og gerð lokaskýrslu. En það sem erfitt er að átta sig á er af hverju er ekki þá ákveðið að koma með áfangaskýrslu í nóvember. Hvað er svo sem segir að í janúar fari nefndin ekki fram á annan frest og svo annan?

En eins og ég sagði í gær, hvað er verið að fela og af hverju er ekki hægt að standa við þann frest sem nefndin fékk? Þessi langi frestur vekur líklega upp fleiri spurningar hjá almenningi og grun - hvort sem hann er réttur eða rangur - að annarleg sjónarmið liggi að baki frestuninni.

Í ljósi ofansagðs þá vil ég óska eftir að þeir þingmenn - ef þeir lesa þetta - sem hafa lofað nýjum og gegnsæjum vinnubrögðum fari fram á það að áfangaskýrsla sé gerð fyrir lok nóvember. Þá er jafnvel hægt að gefa nefndinni frest til 1. mars til að ganga frá lokaskýrslu.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband