Auðvitað er ekki hægt að treysta þeim!

Hvernig er hægt að treysta ríki sem hefur í raun skilgreint sig sem andstæðing vesturveldanna? Þeir hafa auðvitað hag af því að sýna mátt sinn og að önnur ríki viti hver ræður í þeirra landi. Í þeirra huga er það líklega hin mesta móðgun af Bretum að óska eftir að einstaklingur grunaður um alvarlegan glæp sé framseldur. Sérstaklega þegar viðkomandi er bæði ríkur og nátengdur valdhöfum í Kreml.

Rússar hafa síðan Sovétið féll verið að reyna endurheimta stöðu sína sem stórveldi. Þeir hafa reynt það sem þeir geta til að fyrrum ríki sem mynduðu Sovétríkin tengist ekki of náið vestrænum ríkjum. Þeir hafa reynt að hafa áhrif á ríki sem áður voru leppríki þeirra til að þau væru ekki með of mikil tengsl við fyrrum/núverandi andstæðinga Sovétsins. Þeir líta á allt orðið sem móðgun þegar kemur að USA og NATO. Þegar USA vill byggja upp eldflaugavarnarkerfi sem þarf m.a. bækistöðvar í nokkrum NATO ríkjum í mið og austur Evrópu þá verða Rússar fúlir. Nú hafa þeir aukið hernaðarumsvif sín með langdrægu flugi sprengjuvéla og fleiru sem ber að sama brunni.

Rússar eru að gera það sem þeir geta til að auka völd sín og skilgreina sig að mörgu leiti sem andstæðing USA og NATO. Í þeirri stöðu geta menn varla treyst þeim og fólk sem áður var undir hæl Sovétsins hefur langa reynslu af því að þeim sé ekki treystandi!


mbl.is „Ekki hægt að treysta Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Myndir þú frekar treysta BNA?

Sigurjón, 18.1.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Daði Einarsson

Já ég geri það enda ekki með sambærilega sögu kúgunar á bandamönnum sínum. Það þýðir þó ekki að ég treysti þeim mikið en þeir eru margfallt betri en Rússar.

Daði Einarsson, 18.1.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvernig var með öll Löndin sem Bretar kúguð herna áður fyrr!!!!!!/treysta þeir þeim/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.1.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Daði Einarsson

Vissulega hafa margar þjóðir kúgað aðrar, en kúgun Rússa á austur Evrópu er nokkuð nýlega lokið. Hér í Búlgaríu sagði eldri maður við mig um daginn að tvö hræðileg stjórnarfyrirkomulög hefðu verið í Evrópu á síðustu öld þ.e. nasistar og kommúnistar, og kommarnir voru mun verri. Fangabúðir voru víða og jafnvel voru notaðar fangabúðir sem nasistar höfðu áður notað. Fjöldi fólks missti heimili sín, var sent í fangabúðir fyrir að vera vel menntað (í upphafi kommana hér í Búlgaríu) og annað í þeim dúr. Ólíkt því sem hefur átt sér stað í fyrrverandi austurblokkinni (utan gömlu Sovétríkjanna) þá hefur í Rússlandi verið stundaðar ofsóknir gegn einstaklingum sem eru andstæðir stjórninni (atburðir í kringum nýlegar kosningar er gott dæmi), losa sig við frjálsa fjölmiðla, morð á einstaklingum sem stjórnin vera andstæð sér og fleira í þeim dúr. Gætirðu virkilega treyst Rússum þegar stjórnin hagar sér með þessum hætti?

Daði Einarsson, 18.1.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband