Fara forvarnir og framleiðsla áfengis saman?

Nú átta ég mig ekki á Tryggingamiðstöðinni þegar þeir eru að veita þessi verðlaun. Nú hefur ákveðið fyrirtæki, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., það að sínu aðalverkefni að framleiða og selja eins mikið af drykkjum eins og hægt er. Þar með talið bjór. Fyrirtækið er að framleiða bjór og svo fær það forvarnarverðlaun fyrir eitthvað starf til að draga úr slysum. Gott og vel, en er það ekki áfengisneysla sem er stór áhrifaþáttur í mörgum umferðaslysum? Getur það virkilega farið saman að framleiða þennan áhrifaþátt og að vera verðlaunaður fyrir forvarnarstarf? Það er flott ef að Ölgerðin heldur úti miklu forvarnarstarfi, en varla getur það verið svo mikið að önnur fyrirtæki eigi ekki verðlaun sem þessi frekar skilið. Eða er kannski verið að verðlauna fyrir forvarnir gegn slysum í atvinnurekstrinum? Ef svo er þá má vel vera að þeir eigi þetta skilið.


mbl.is Ölgerðin fær forvarnarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Krog

Jamm

Veit ekki betur en að SÁÁ sé á fullu í að gera útá spilafíkn annars vegar og meðhöndla og uppfræða þá hina sömu hins vegar.  Tvöfalt siðgæði.... eða.... ?  -Meðferðariðnaður í blóma.

Jóhannes Krog, 7.1.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband