Á hverju áttu þeir von?

Er heil brú í þessum liðsmönnum Sea Shephard? Þú ræðst um borð í skip og ætlast svo til að allt sé í góðu. Menn verða að búast við að ef þeir beita ofbeldisfullum aðgerðum að vera teknir höndum eða jafnvel verða sjálfir fyrir ofbeldi. Sea Shephard hefur lengi beitt ofbeldi í baráttu sinni og uppskeran er lítil. Ekki veit ég hvort að japönsku hvalveiðimennirnir geta tekið þessa tvo hryðjuverkamenn höndum en best væri þó að þeir afhendi þá til japanskra yfirvalda sem geta þá ákveðið hvort að þeir verða kærðir eða látnir lausir. Að vísu er spurning hvort að ákæra sé ekki nákvæmlega það sem Sea Shephard er að bíða eftir.

Ef náttúru- og dýraverndunarsamtök ætla sér að ná árangri þá verða þau að vera samkvæm sjálfum sér. Ef þú ert á móti ofbeldi á dýrum þá hlýturðu að vera gegn ofbeldi almennt eða hvað? Réttlætir kannski tilgangurinn meðalið? Hverju hefur t.d. Sea Shephard náð fram? Þeir hafa stöðvað tímabundið veiðar eins skips í kannski nokkra daga, nema þegar þeir sökktu hvalveiðiskipunum í Reykjavíkurhöfn. Hvalveiðibannið hefði líklega ekki verið samþykkt ef að menn í öðrum hvalfriðunarsamtökum hefðu notað ofbeldi frekar en pólitískar aðgerðir s.s. fjöldamótmæli og að þrýsta á ráðamenn. Ofbeldi skilar aldrei langtíma árangri!


mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd enn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 657

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband