Hver er tilgangurinn?

Stundum er erfitt að átta sig á baráttuaðferðum femínista. Málstaðurinn er oft góður og sérstaklega stóru markmiðin, þó að sum mál séu kannski ekki málstaðnum til framdráttar en það er annað mál.

Varðandi Silfrið þá hef ég ekki fylgst með nema að stundum sér maður þessar fáránlegu hausatalningar sem t.d. Sóley Tómasdóttir var með. Í þeim póstum hennar og fleiri femínista hefur verið mikið kvartað yfir skorti á konum í Silfrinu. Gagnrýni sem vel má vera að sé rétt og á auðvitað rétt á sér enda mikilvægt að hafa sem flest sjónarhorn á málin. En hvaða tilgangi þjónar það að konum sem boðið er í þáttinn hafni að koma í mótmælaskyni? Er ekki verið að koma í veg fyrir með þessu að sjónarhorn viðkomandi kvenna (enda ekki allar konur eins eða með sömu skoðanir) komist á framfæri í umræðunni í þættinum?

Hverju halda femínistar að þær nái fram með þessum aðgerðum? Erfitt er að sjá hver er tilgangurinn nema markmiðið sé að sjónarhorn viðkomandi kvenna sé ekki með í umræðunni, sem vissulega er miður.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Algjörlega sammála.  Það að fara út í horn í fýlu getur ekki verið málstað þeirra til framdráttar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 27.11.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband