Óeirðir á ný og furðulegar yfirlýsingar

Nú höfum við aftur séð óeirðir í úthverfum Parísar og lýsir það að nokkru leyti því slæma ástandi sem innflytjendum hefur verið búið í landinu. Þeir hafa komið til landsins og verið svotil komið fyrir í ákveðnum hverfum. Atvinnuleysi er mikið og vandamál því tengt eru mikil í fátækari hluta íbúa bæði þessara hverfa og annarsstaðar, hvort sem um er að ræða innflytjendur eða Frakka. Hér er um erfið samfélagsleg vandamál, og auk þess þá eru innflytjendur í sérstaklega erfiðri stöðu. Þeir eru í landi þar sem eru miklir fordómar gagnvart þeim og eina skjólið sem þeir finna er í að vera sem næst fólki frá sömu slóðum og þeir eru.

Þrátt fyrir að vera í slæmri stöðu sem þessari þá réttlætir ekkert ofbeldi. Að vísu hafa Frakkar alltaf verið mikið fyrir óeirðir og kannski má segja að þessir innflytjendur falli þar af leiðandi vel að frönsku samfélagi. Yfirlýsingin sem höfð er eftir Omar Sehhouli, bróður annars unglingsins sem lést, um að uppþotið hefði ekki verið ofbeldi heldur hefðu menn verið að lýsa reiði sinni með táknrænum hætti, er kannski táknræn fyrir ástandið. Þegar mönnum finnst sjálfsagt að stofna til óeirða til að lýsa reiði sinni þá er eitthvað að. Of oft réttlæta menn gjörðir sínar með að þeim hafi runnið í skap. En eins og áður segir þá er ekkert sem réttlætir ofbeldi.


mbl.is Óeirðir í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Já er það stóra Íslamska samsærið sem er þín skýring á öllu sem múslímar í Evrópu gera þegar þeir gera eitthvað af sér? Hvað með aðrar mögulegar ástæður? Eða eru þær ekki til í kollinum á þér Skúli?

T.d. hvað gerist í hugum fólks sem það treystir ekki löggunni (jafnvel af góðum ástæðum) og það sem það heyrir er að tveir drengir hafi látist af völdum árekstrar við lögreglu? Auk þess eru mörg önnur mál sem valda því að fólk telur sig vera einangrað. Í umhverfi sem þessu er oft stutt í kveikiþráðinn.

Daði Einarsson, 26.11.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Daði Einarsson

Gaman væri að vita hvaða Davíð Skúli er að tala við, enda enginn með því nafni sem hefur skrifað neitt um þessa færslu.

En að efninu. Skúli er alltaf að reyna að sjá raunveruleikan í svarthvítu eins og Bush og félagar. Heimurinn er einfaldlega ekki þannig og í raun væri hundleiðinlegt ef einfaldar skýringar væru á allri hegðun og/eða atburðum. Atburðirnir í Frakklandi síðastliðin ár eru flókið fyrirbæri og á sér mjög margar skýringar og langa sögu enda er ekki um einn hóp að ræða. Sumir eru einfaldlega reiðir útí samfélag sem hefur útskúfað þá/þær. Aðrir fylgja trúarsetningum. En mjög margir múslímar falla í báða hópana í þessari einfölduðu mynd minni. Allt er þetta mjög flókið. Ef að Skúli heldur að múslímar séu að einhverju leyti ekki eins hæfir/gáfaðir/lærðir og aðrir sem hafa fengið sambærileg tækifæri þá fer hann þar í villu. Vandamálið er að hvort sem er í upprunalegum heimalöndum og þegar þeir hafa flutt til Evrópu þá eru tækifærin lítil sem engin. Þá er auðvelt fyrir öfgatrúarmenn að ná til þeirra. 

Eina leiðin til að taka á vandamáli er að skilja hvað veldur þeim. Á sama tíma er mikilvægt að við gefum ekki eftir okkar grunngildi, s.s. tjáningarfrelsi. Við eigum ekki að biðjast afsökunar á að okkur er gefið frelsi til að tjá okkur t.d. skopmyndamálin eru gott dæmi um hvernig ekki á að gera hlutina.  

Daði Einarsson, 26.11.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Daði Einarsson

Skúli, takk fyrir ábendinguna en það er ekkert í því sem ég vissi ekki fyrir. Minn punktur í greininni og svörunum er einfaldur, sem er - ástæður uppþotanna eru ekki bara trúarlegar (þ.e. ef trú átti hlut að máli). Ástæðurnar eru mun flóknari. Hluti af vandanum er að innflytjendum víða að er mismunað og eiga erfitt með að fá vinnu. Þeim hefur í raun verið safnað í ákveðin hverfi og hafa margir einangrast. Til viðbótar við þetta er svo samfélagsleg tilhneiging í sumum samfélögum (þ.á.m. í sumum hópum múslíma) að vilja einangra sig.

En það er líka vandamál að oft hefur verið tekið of vægt á glæpum sem eiga sér kannski samfélagslegar rætur í þessum sömu samfélögum. Ef þú flytur til nýs lands þá áttu að fara að þeim lögum sem þar gilda. Viðkomandi yfirvöld eiga svo að framfylgja sömu lögum á sama hátt hver svo sem bakgrunnur viðkomandi er. Réttlæting fyrir glæp getur aldrei verið að viðkomandi hegðun sé réttlætanleg eða jafnvel æskileg í þínum trúarbrögðum eða samfélagi.

Sama á yfir alla að ganga, bæði varðandi réttindi og skyldur í samfélaginu.

Daði Einarsson, 26.11.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 713

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband