Kínverjar góðir

Svona á að gera þetta, sjá til að smokka sé alstaðar að finna og því eru auknar líkur á notkun þegar þeir eru svotil fyrir framan nefið á þér. Þegar kemur að HIV sem og öðrum kynsjúkdómum þá er vörnin gegn smiti mjög auðveld. Nota smokkinn! Ekki er það flókið og svínvirkar.  Ég er ánægður að sjá að Kínversk yfirvöld eru ekkert að tvínóna við hlutina, bara farið í beinar aðgerðir sem eru líklegar til að skila árangri. Yfirvöld víða um heim mættu taka sér þá til fyrirmyndar að þessu leyti.

HIV er þó ekki bara úrlausnarmál fyrir yfirvöld. Að koma í veg fyrir HIV smit er ábyrgð okkar allra og líka að sjá til að þeir sem eru smitaðir geti lifað sem eðlilegustu lífi. Of oft er því fólki mismunað, það verður fyrir fordómum eða mannréttindi þeirra eru brotin. Nú þegar langtímameðferð er möguleg og HIV jákvæðir einstaklingar geta lifað mun lengur og jafnvel eins lengi og við hin, þá er mikilvægt að viðkomandi einstaklingar fái að lifa á sama hátt og við ætlumst til að geta. Gleymum ekki að þó að meðferð sé til, þá höfum við enn sem komið er enga lækningu við þessum alvarlega sjúkdómi.  

Fáfræði er líka einstaklega mikil jafnvel meðal þjóða sem við myndum telja vel menntaðar og upplýstar.


mbl.is Smokkar í boði í öllum hótelum í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband