Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Í Pakistan voru sett neyðarlög sem ekki er hægt að sjá að hafi þjónað öðrum tilgangi en að Forseti landsins og yfirmaður heraflans gæti haldið völdum sínum. Horfur voru á að hæstiréttur landsins myndi dæma framboð hans til Forseta ólöglegt.

Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt setningu neyðarlagana og fáir eru þar undanskyldir. Að leiðtogar helstu ríkja heimsins og meginstofnana alþjóðasamfélagsins gagnrýni þegar vegið er að lýðræði í einstökum löndum er eðlilegur hluti af starfi þeirra. Þ.e. ef þeir telja að styðja beri lýðræðisþróun hvar sem er í heiminum. Gott er til þess að vita að aðalritari S.Þ. taki hlutverk sitt alvarlega og gagnrýni þróun sem grefur undan lýðræði í einstökum aðildarríkjum. Pakistan er nýjasta dæmið og þó að setning neyðarlagana ógni a.m.k. ekki á næstunni stöðugleika í Pakistan eða geri stöðu í nálægum löndum verri, þá er mikilvægt að gefa út þau skilaboð að andstaða sé gegn þróun í átt að einræði sem grefur yfirleitt undan stöðugleika.

Pakistanar verða að átta sig á að innanríkismál einstakra ríkja geta haft mikil áhrif á þeirra umhverfi og þar með ógnað stöðugleikanum. Hvað ef t.d. öfgahópar múslima myndu leiða andstöðu við núverandi stjórn og kæmust þannig til valda. Það væri mikil ógn við frið á svæðinu og jafnvel langt útfyrir nágrannaríki Pakistan. 


mbl.is Pakistanar reiðir Ban Ki-moon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sendi þér hlýja strauma  frá Eyjum.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband