Hvað karlinn getur rausað

Stundum er alveg furðulegt hvað Bush getur rausað um hættur hingað og þangað. Trúverðugleiki hans er ekki mjög mikill sérstaklega eftir allt sem gekk á í tengslum við Íraksstríðið. Halda menn virkilega að Íran sé að stefna á að skjóta langdrægum flaugum á Evrópu eða Norður-Ameríku? Árás á Bandaríkin eða önnur bandalagsríki myndi að öllum líkindum valda tíföldu magni af kjarnorkusprengjum til baka. Ógnin af mögulegum kjarnorkuvopnum Írana er ekki - að mínu mati - fyrir Evrópu eða í raun nokkur svæði utan miðausturlanda. Ógnin er hver áhrif á stöðugleika á svæðinu.

Ógn vegna kjarnorkuvopna fyrir Evrópu og Norður-Ameríku kemur frá nákvæmlega sama stað og áður þ.e. frá Rússum. Hvort sem sú ógn er mikil er annað mál. En eitt er víst að Rússar hafa verið að gera sig meira gildandi og hafa verið að minna á að þeir séu stórveldi - a.m.k. að eigin mati. Þróun mála í Rússlandi sýna hve mikilvægt er að öll ríki heims hafi trúverðugar varnir. Á tiltölulega stuttum tíma hafa Rússar verið að gera sig meira gildandi og að nokkru leyti komnir í gamla Sovétgírinn. Að vísu er búnaður þeirra ekki mjög burðugur til stóraðgerða en viljinn til að vera mikið herveldi er fyrir hendi.


mbl.is Bush segir liggja á að koma upp eldflaugavarnakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband