Margt er skrítið ... í bankahausnum

Stundum geta fastar reglur banka verið fyndnar. Ég tók lán hjá bankanum mínum hér úti í Lúx þegar ég keypti bílinn minn. Allt í góðu með það og lánið var til 18 mánaða svo að síðasta greiðsla af láninu átti að vera um síðustu mánaðarmót. Greiðslur á láninu voru fastsettar þannig að alltaf var tekin sama upphæðin af reikningnum hjá mér. Ég gerði ráð fyrir að við síðustu greiðslu þá yrði það sem eftir stæði greitt þó að vaxtaþróun eða eitthvað annað hefði aðeins breytt hver upphæðin var.

Ég fór því inn á heimabankann stuttu eftir mánaðarmótin enda alltaf gaman þegar lán eru uppgreidd og maður sér þau ekki lengur í heimabankanum. En svo var ekki. Af einhverjum ástæðum - líklega aðeins hærri vöxtum eða eitthvað álíka - þá stóðu eftir 15 cent. Þannig að um næstu mánaðarmót mun ég líklega borga þessi 15 cent og þar með verður það lægsta afborgun sem ég hef nokkru sinni innt af hendi.

Margt er skrítið í bankahausnum LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vá, hvað ég öfunda þig. Kannski maður flytji bara út.  Hér er rok og rigning og albjört inniveður.  kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband