18.10.2007 | 08:21
Væri þá ekki líka ...
... fyrir Kína að hætta að skipta sér af málefnum annarra ríkja. Kína er nú ekki barnanna best í þessum málum og hafa í raun kúgað mörg ríki til að fara að sínum vilja. Er það annars ekki málefni hvers ríkis hverja þeir hitta á eigin landsvæði eða hvaða ríki þeir viðurkenna? Kína hefur kúgað heiminn til að formlega viðurkenna ekki Taiwan og að ákveðnir aðilar sjáist ekki þegar leiðtogar Kína eru á ferð - sbr. Falun gong.
Það er flott hjá Bush að heiðra Dalai Lama enda er mikilvægt að því sé haldið á lofti að Tíbet á að vera frjálst og var annars ekki innrásin og innlimun landsins í Kína, ólögleg skv. alþjóðalögum?
Kínverjar gagnrýna Bandaríkin harðlega fyrir að verðlauna Dalai Lama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
Af mbl.is
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kínverjar hafa gert tilkall til Tíbet í margar aldir. Frá miðri 18. öld var þar jafnan kínverskt setulið og landstjóri. Það er samt erfitt að segja til um það hvort að landið var "hluti af Kína" eða ekki þar sem hugmyndir keisarastjórnarinnar um tengsl við önnur lönd voru öðruvísi en í nútímanum (engin diplómatísk tengsl á jafnréttisgrundvelli, útlend ríki þurftu alltaf að sýna keisaranum undirgefni). Frá því um miðja 19. öld minnkuðu áhrif Kínverja í Tíbet þar sem Kína sjálft var mjög veikt og stór hluti landsins í raun undir erlendum yfirráðum. Tíbet var í raun aftur orðið sjálfstætt ríki þegar keisaradæmið féll í Kína 1912.
Frá 1912 ríkti glundroði og borgarastríð í Kína, sem þýddi að Kína var ekki í stakk búið til þess að fylgja eftir kröfum sínum, og það ástand ríkti þar til að kommúnistar náðu stjórn á Kína 1949. Bæði þjóðernissinnar og kommúnistar gerðu þó alltaf formlegt tilkall til Tíbets sem kínversks landssvæðis. Eftir að kommúnistar sameinuðu Kína fylgdu þeir kröfunni til Tíbet eftir með hervaldi.
Það má því vera að innrásin geti talist lögleg samkvæmt alþjóðalögum eða a.m.k á gráu svæði. Hinsvegar var hún siðlaus og það sem viðgengst núna, skipulögð viðleitni til þess að útrýma tíbetskri menningu og þjóðernisvitund, er augljóslega í trássi við allar hugmyndir um mannréttindi.
Hans Haraldsson 18.10.2007 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning