Gott hjá Japönum

Það er ánægjulegt að Japanir hafi fryst greiðslur til Búrma og séu að auka viðskiptaþvinganir gegn herforingjastjórninni. Þetta er eina vitið enda verður alþjóðasamfélagið að gera það sem það getur til að ýta á eftir stjórnarskiptum í landinu. Búrmaska þjóðin á skilið stuðning okkar enda hafa mótmælaaðgerðir þeirra verið til fyrirmyndar um friðsöm mótmæli. Ofbeldið í tengslum við mótmælin er eingöngu frá hendi stjórnvalda.

Það er einnig ánægjulegt að ESB og önnur ríki og ríkjahópar eru að auka þrýsting á stjórnvöld í Búrma. Vonandi líður ekki á löngu þar til ný og lýðræðisleg stjórn tekur við völdum í Búrma. Þá fyrst er möguleiki fyrir að hagur íbúa landsins batni með markvissri uppbyggingu á efnahag landsins og frelsi til orðs og athafna. Þegar landið verður frjálst á ný er jafnframt mikilvægt að alþjóðasamfélagið sýni stuðning sinn í verki með mikilli fjárhagslegri og tæknilegri (eftir því sem þörf er á) aðstoð.


mbl.is Japanar auka þrýsting á Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband