15.10.2007 | 08:57
Já var það ekki
Alltaf gaman að Kínverjum eða a.m.k. leiðtogum þeirra. Núna vilja þeir friðarsamning við Taiwan en auðvitað með því að þeir taki yfir lýðræðislegu eyjuna. Ekki er hægt að þola tilveru lýðræðisríkis svona rétt undan strönd Kína. Það sem verra er að þessi litla eyja skuli standa sig vel efnahagslega og sýni jafnvel íbúum í Kína að ekki sé endilega þörf fyrir kommana eða aðra einræðisherra.
Taiwan er lýðræðislegt ríki sem hefur vegnað vel svotil frá upphafi og á í raun skilið að vera viðurkennt af alþjóðasamfélaginu en ekki hafa stöðu útlagaríkis. Þeim hefur vegnað vel og verið friðsamir. Þeir hafa, eftir því sem ég best veit, alltaf verið tilbúnir í viðræður við Kína um frið en auðvitað vilja þeir vera viðurkennt ríki. Stór hluti heimsins hefur sýnt þessa viðurkenningu í verki með samskiptum við Taiwan, bæði í gegnum viðskipti og önnur tengsl þó óformleg séu. Kína hefur aftur á móti sýnt sitt rétta eðli þegar kemur að Taiwan með því að kúga ríki heimsins til að viðurkenna ekki tilvist Taiwan sem sjálfstæðs ríkis.
Eina rétta í þeirri stöðu sem er uppi milli Kína og Taiwan væri fyrir ríki heimsins, eins og Ísland, að viðurkenna Taiwan sem sjálfstætt ríki og taka upp stjórnmálasamband við þá. Við eigum að sýna lýðræðisríkjum stuðning sérstaklega þegar andstæðingur þeirra er risastórt einræðisríki sem reglulega hótar að senda inn herinn til að hertaka litla lýðræðisríkið.
Forseti Kína vill ná friðarsamkomulagi við Taívan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning