Gagnrýni á Ingibjörgu Sólrúnu?

Þróun borga á sér ekki stað á 2 árum heldur á mun lengri tíma og í því ljósi er forvitnilegt að hugsa þessi ummæli nýja borgarstjórans. Hvern er hann í raun að gagnrýna? Er ekki þetta í raun gagnrýni á Ingibjörgu Sólrúnu og félaga í R-listanum sáluga? Þau stjórnuðu borginni frá 1994 til 2006 og höfðu því kost á að breyta þróun borgarinnar frá bílaborg í eitthvað annað. En svo virðist sem Dagur sé ekki kátur með það og hann ætlar þá vonandi að breyta áherslum í skipulagsmálum eða er þetta eins og annað hjá honum bara tal og engar aðgerðir? Gaman verður að fylgjast með hvernig honum mun ganga að vinna í meirihluta sem er mjög veikur vegna margra flokka sem a.m.k. einn er með veikt umboð. Eða munum við kannski vera að horfa fram á nýjan meirihluta síðar á kjörtímabilinu?
mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Það getur nú verið að þau í tilvonandi borgarstjórn  séu loksins að sjá ljósið.  Rökin með þessu sem Dagur talar fyrir  hafa  orðið skýrari fyrir mörgum á nýliðnum árum. 

  • Manni sýnist að mikill viðsnúningur í trú manna á loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa orðið undanfarin tvö ár.  Það er ekki ýkja mörg ár síðan efasemdir um þau voru reifuð í leiðara Morgunblaðsins að mig minnir. Stern-skýrslan og IPCC skýrslur ( milliríkjanefnd SÞ um loftslagsmál), Al Gore myndin, og viðskiptatækifæri með bindingui kolstvísýrings hafa allir virkað til að  sannfæra menn hérlendis.
  • Stokkhólmur og London hafa nýlega sett á gjöld fyrir ferðir inn í miðborgina, með mjög góðum árangri.
  • Kannski hafa þeir heyrt ( þrátt fyrir því að íslenskir fjölmiðlar þegja þunnu hljóði) hvernig borgir eins og New York, Chicago,London, San Francisco, Moskva, Beijing lita til Parisarborgar þar sem sett voru 10.000 "gjaldfrjáls" hjól á götunum í sumar ?   Framtakið  er mjög vinsælt, stöðvar með hjól eru um 750 og hjólin verða 20.000 fyrir áramót. 
  • Offitu-  og hreyfingarleysisvandinn er sífellt í fréttum, og nánast fyrir hvern mánuð er að verða ljósara hversu alvarlegur vandi þetta er.
  • Kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar fóru að mér skilst til Seattle, og fengu nýja sýn á bílaborgina og að hægt sé að sporna við þeirri þróun.
  • Sjálfstæðismenn hafa gert betur en R-listinn gerðu, með því að gefa nemendur í framhalds- og háskólum frítt í strætó.  R2-listinn sér að nú er vindurinn að snúa og þeir vilja toppa þessu.
  • R-listinn voru við völd á tímabíli þar sem sjálfstæðismenn réðu nánast einir ríkjum í ríkisstjórn.  Mögulega eru nýjir tímar núna. Kannski er auðveldari að fá stuðning rískisstjórnarinnar við því að gera Reykjavík mannvænari,  á kostnað "frís flæðis" bíla á 80 km hraða á háannatíma. Mögulega verður hægt að afnema skattlagningu almenningssamgangna í borginni.
  • Mögulega hafa kvartanir varðandi allskonar umferðarvanda nýverið virkilega náð til stjórnmálamanna og málið sett á oddinn.
  • Samgönguáætlun borgarinnar sem var kláruð nánast í lok  tímabílsins áður en Vilhjálmur tók við borgina kann að vera grundvöllur fyrir R2-listanum í þessari vinnu.  Þessi áætlun byggdi meðal annars á breiðu samráðsferli, sem undirritaður, umferðarverkfræðingar, skipulagsmenn og almennir borgarar  tóku þátt í.  Margs  konar fróðleik kom fram í þessu starfi.  Sambærilegur grundvöllur var sennilega ekki til á stærstum hluta 12 ára tímabílsins.  

Morten Lange, 14.10.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Daði Einarsson

Sæll Morten, Já það er alltaf gott að geta kennt öðrum um að ekki hafi R-listinn gert neitt í að færa Reykjavík frá því að vera fyrst og fremst bílaborg. En kannski er þetta að breytast og aldrei að vita nema það verði til góðs. Ég hef að vísu aldrei haft mikið álit á meirihlutum með 4 flokkum. Var það ekki svipað áður en Davíð vann kosningarnar 1982? Vonandi mun þó nýi meirihlutinn geta gert eitthvað þó að ég sé ekki of trúaður á það.

Varðandi Gore og loftlagsnefndina þá hafa báðir aðilar verið mjög gagnrýndir fyrir að vinna ekki vísindalega og að ýkja staðreyndir. Þegar 15 ára stelpa getur með faglegum vinnubrögðum skotið niður töluverðan hluta af forsendum og tölvulíkönum nefndarinnar þá er ekki við góðu að búast. Hér má sjá ágæta útlistun varðandi mynd Gore.

Daði Einarsson, 14.10.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband