12.10.2007 | 10:13
Fá menn orðið friðarverðlaun fyrir að búa til "heimildarmynd"?
Hvað er það eiginlega sem Al Gore hefur gert sem ýtir undir frið í heiminum? Og loftlagsnefnd SÞ? Ég er ekki alveg að sjá að þeir eigi þetta skilið. Al Gore gerði svokallaða heimildarmynd sem hefur verið gagnrýnd mjög mikið fyrir að ýkja hluti og jafnvel mistúlka til að þjóna boðskapnum. Loftlagsnefndin hefur jafnframt verið gagnrýnd með sannfærandi hætti og var það ekki 15 ára stelpa sem sýndi ekki fyrir svo löngu síðan með einföldum hætti hve takmörkuð þekking þeirra væri. Hvað gerir það að halda fram að allt sé að fara til fjandans vegna mengunar manna og að búa til "heimildarmynd" um það að gera með frið í heiminum? Hefur eitthvað þokast í friðarátt með þessu, hvar er hægt að sjá þess merki?
Væri ekki nær að veita verðlaununum til einhvers sem hafi unnið meira að friði en að ýta undir eigin persónu og/eða mikilvægi eigin starfs. Heimsendaspár hafa alltaf verið vinsælar, en ekki endilega að þær séu friðvænlegar. Annað mál er að mikilvægt er að draga úr mengun, en ekki er hægt að sjá að Gore og nefndin hafi gert mikið í þeim málum. Væri þá ekki frekar að verðlauna umhverfisverndarsamtök? Tek þó fram að ég væri heldur ekki kátur með það.
Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stór hluti ófriðar er einmitt vegna loftslagsbreytinga,.
Darfúr.
Fransman 12.10.2007 kl. 10:39
Auðvitað er stór hluti ófriðar vegna átaka um takmarkaðar auðlindir, en hvað hefur gerð myndar um heimsendaspá og starf sérfræðinga sem hag hafa af því að predika um að allt sé að fara til fjandans við því að koma á friði. Auk þess hafa forsendur þessara spáa verið dregnar í efa af mörgum og mynd Gore var mjög gagnrýnd fyrir mistúlkun og ýkjur.
Grunnspurningin er hvað hafa þessir aðilar gert sem stuðlar að friði? Er ekki frekar líklegra til ófriðar þegar við frá ríkum löndum segjum í raun þróunarlöndum að þau megi ekki gera ákveðna hluti af því að við höfum mengað svo mikið. Komum við þá ekki í veg fyrir efnahagslega þróun hjá þeim?
Daði Einarsson, 12.10.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning