Já var það ekki

Hvað er þetta með Pútín og félaga úr KGB? Þeir virðast sjá óvini í hverju skúmaskoti eða þurfa þeir bara svona mikið á óvini að halda? Það er alþekkt aðferð við að draga athygli íbúa lands frá vanhæfni eigin yfirvalda með því að "búa til" óvin utan frá. Gott dæmi er Norður Kórea þar sem íbúar hafa þurft að þola hungursneyð í langan tíma án þess að rísa upp gegn stjórninni, enda mjög voldugur óvinur gegn þeim.

En hvað ættu vestræn ríki að hafa uppúr því að valda upplausn í Rússlandi? Til að hafa óstöðugt Rússland með mikið safn af kjarnorkuvopnum sem gætu þá lent í höndum óæskilegra manna? Þjónar það virkilega hagsmunum vesturveldanna að draga úr stöðugleika í Rússlandi, eða er kannski um eitthvað allt annað að ræða? Mér þykir það mun líklegra heldur en að það sé eitthvað stórsamsæri gegn yfirvöldum í Kreml.

Getur kannski verið að Rússar séu eitthvað fúlir út í Breta fyrir eitthvað?


mbl.is Vestrænir njósnarar sakaðir um að reyna valda upplausn í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband