Góð stefna hjá USA o.fl. sem gerist ekki nógu oft

Það er alltaf gaman þegar koma fram yfirlýsingar frá Bandaríkjamönnum varðandi Búrma þar sem þeir hafa haft skýra afstöðu og rétta afstöðu til málsins. En þeir hafa ekki verið þeir einu, flest ríki hafa í raun gert það sama og nú er Búrma svotil einangrað. Það er skylda okkar sem búum við lýðræði að veita a.m.k. móralskan stuðning við hugrakka íbúa Búrma sem hafa sýnt styrk sinn á móti alefli hersins.

Herforingjastjórnin er komin í stöðu sem er erfið, enda hafa þeir ráðist gegn munkunum í landinu með hörku og það getur ekki verið vænlegt til framtíðar í landi þar sem munkarnir njóta mikillar virðingar. Líklega mun það grafa frekar undan valdi herforingjastjórnarinnar ef almenningur fer að átta sig á því að þeir bera ekki virðingu fyrir neinu nema völdum og að stjórnin er tilbúin að gera allt til að halda völdum jafnvel ganga gegn munkunum. Allt ýtir þetta frekar undir andstöðu í landinu og ólíkt fyrri mótmælum þá veit a.m.k. stór hluti almennings um atburðina sem hafa átt sér stað undanfarið.


mbl.is Laura Bush vill að herforingjastjórnin í Búrma víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband