5.10.2007 | 11:06
Og svo segja sumir að hann sé ...
... ekki klikk. Maður sem aftur og aftur talar um að eyða Ísrael, hefur efasemdir um að helförin hafi átt sér stað og margt fleira. Er honum og klerkayfirmönnum hans treystandi fyrir kjarnorkuvopnum? Eða er allt í lagi að hann reyni að verða sér út um þau af því að hann er erfiður fyrir Bandaríkjamenn og önnur valdamestu ríki í heiminum? Stundum mætti lesa það útúr ummælum margra vinstrimanna. Það sást vel á blogginu nýverið þegar gagnrýni á þennan vitfirring var talin vera ókurteisi.
Íranar hafa sýnt ítrekað að þeir vilja eignast kjarnorkuvopn enda hafnað boði frá Rússum til að sjá kjarnorkuverum þeirra fyrir nauðsynlegum efnum til að halda þeim gangandi svo að Íranar þurfi ekki að standa sjálfir í auðgun úrans. Nei þeir vilja það sjálfir og því er erfitt að sjá neitt annað útúr þessum plönum þeirra en að tilgangurinn sé að koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Þeir standa líka í svotil stanslausum hernaði - í gegnum hryðjuverkasamtök sem eru að stærstum hluta styrkt fjárhagslega og með vopnum af Íran - gegn Ísrael. Varla er hægt að segja að stjórnvöld í Íran séu líkleg til að ýta undir frið á svæðinu. Þó að þeir hafi ekki farið með eigin her að fyrra bragði í stríð þá eru þeir að há opið stríð í gegnum aðra, svona svipað og stórveldin gerðu í kalda stríðinu.
Ahmadinejad vill frelsa gervalla Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 867
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er eiginelga að því að vilja frelsa Palestínu? Þetta er þjóð, sem hefur í marga áratugi þurft að þola grimmilegt hernám og kúgun ásamt því að landi þeirra er rænt frá þeim smám saman og þeim þjappað í flóttamannabúðir þar, sem þeim eru allar bjargir bannaðar og búa flestir undir fátæktarmörkum. Það er ljótur blettur á alþjóðasamfélaginu að hafa látið Ísraela komat upp með þessa villimennslu áratugum saman.
Er eitthvað skárra að gera eins og Bandaríkjamenn, sem sjá verstu hryðjuverkasamtökum Miðausturlanda, ísraelska hernum, fyrir vopnum? Vopnum, sem þeir hafa notað til að myrða saklaust fólk í þúsundatali séinustu ár.
Hafa Vesturlönd og þá sérstakelga Bandaríkin ekki gert talsvert af því að útvega skæruliðasveitum í hernumdum löndum vopn? Meðan hernám Sovétmanna á Afganistan stóð yfir sendu þeir ekki bara skæruliðasveitum vopn heldur sendu þeir þeim líka menn til að kenna þeim á þau og jusu peningum í þessar sveitir. Þannig tóku þeir beinan þátt í drápum þessara skæruliða á Sovétmönnum.
Hað er að því að hjálpa hernuminni þjóð, sem berst fyrir frelsi sínu og tilveru, í baráttunni við hina grimmu og miskunarlausu kúgara sína?
Sigurður M Grétarsson, 5.10.2007 kl. 13:41
Sigurður hvaða hluti af Palestínu er hertekinn? Er það Vesturbakkinn og Gaza eða telurðu að fullvalda og viðurkennda Ísraelsríki sé líka á hernumdu landi? Að koma á sjálfstæðu ríki Palestínu (Vesturbakkinn + Gaza) er góð hugmynd þ.e. ef þeir gætu komið á starfhæfri ríkisstjórn. Ekki er yfirtaka hryðjuverkasamtakana Hamas á Gaza gott merki um starfhæfa og lýðræðislega stjórn, eða vilja menn að við munum hafa ríki Íslamista á þessu svæði?
Viðar, hann hefur efast um að helförin hafi átt sér stað og ekki verið að hugsa um í því samhengi hverjar voru ástæður þess að hún gat átt sér stað.
Daði Einarsson, 10.10.2007 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning